Viðbragðsáætlanir

Útbúin hefur verið samræmd viðbragðsáætlun fyrir alla þá sem starfa á vegum BÍS. Ferlið sem þar er dregið upp er einfalt og á við í öllum tilfellum,sama hvort um er að ræða skátaforingja eða starfsmann sumarbúða og/eða útilífsskóla og sama hvers konar atvik er um að ræða.

Dæmi um atvik sem viðbragðsáætlunin nær til eru agabrot, áfengis- og vímuefnanotkun, einelti,kynferðisleg áreitni, alvarleg veikindi, slys og andlát. 

Viðbragðsáætlun skátafélags

Skátaforingi vísar því máli sem kemur upp ávallt tilfélagsforingja eða starfsmanns skátafélagsins sem ákveður hvort hægt sé að leysa það innan félagsins eða rétt sé að vísa því áfram til frekari úrvinnslu.Félagsforingja ber þó ávallt að upplýsa framkvæmdastjóra BÍS um þau mál sem uppkoma þó svo að þau séu leyst innan félags.

Sé um viðbrögð við brotum skátaforingja að ræða fylgja þau sama ferli eftir að félagsforingja berast upplýsingar umbrotið, hvort sem er frá foreldrum, öðrum foringjum eða skátum.

:: Lesa meira um viðbragðsáætlun