Skátafélagið Klakkur gekk í síðustu viku frá endanlegu samkomulagi við Akureyrarbæ vegna nýs skátaheimilis að Þórunnarstræti 99 á Akureyri. Klakkur gekk frá leigusamningi til ársins 2045 á húsnæðinu sem mun tryggja starfsemi félagsins um ókomna tíð. Þetta eru lok á samkomulagi sem gert var við Akureyrarbæ 2014 vegna húsnæðis og uppbyggingarmála félagsins. Samhliða þessu fékk Klakkur heimild til að selja skátaheimilið Hvamm og nýta söluandvirðið til frekari uppbyggingar skátastarfs á Akureyri.

Sjá nánar í frétt á vef Akureyrabæjar.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var eftir undirritun samkomulagsins eru frá vinstri: Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra, útilífs- og umhverfismiðstöðvar skáta, Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri, Ólöf Jónasdóttir félagsforingi Skátafélagsins Klakks og Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs.

Mynd: Akureyrabær