Hraunbúar leita eftir sveitarforingja

Skátafélagið Hraunbúar auglýsir eftir sveitarforingja fyrir stelpur á Fálkaskátaaldri (10-12 ára).

Viðkomandi þarf að vera tvítug eða eldri og hafa reynslu af skátastarfi og áætlanagerð.

Sveitarforinginn…

..undirbýr og framkvæmir vikulega sveitarfundi
..mætir á foringjaráðsfundi sem eru aðra hverja viku
..kemur í félagsútilegu með sveitina sína
..kemur á Vormót með sveitina sína
..stendur fyrir minnst einni sveitarútilegu á hverri önn
..tekur þátt í viðburðum félagsins með sveitinni sinni
..ýtir undir mætingu á viðburði félagsins hjá sveitinni sinni
..tryggir upplýsingaflæði til foreldra barna í sveitinni sinni
..fylgist með viðburðum fyrir sitt aldursstig og hvetur skátana til þátttöku í þeim

Góð starfsaðstaða er fyrir hendi og leitast félagið við að mennta tilvonandi sveitarforingja. Félagið hefur aðsetur í­ glæsilegri skátamiðstöð við Ví­ðistaðatún í­ hjarta Hafnarfjarðar.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband á una@hraunbuar.is. Nánari upplýsingar gefur Una Guðlaug í­ sí­ma 848 7585

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar