Skátabúðin hefur heldur betur slegið í gegn á mótinu. Að sögn Döggu verslunarstjóra hefur sú tilraun gefist frábærlega að aðskilja þessa starfsemi frá annarri verslunarstarfsemi mótsins og þannig verið auðveldara að einbeita sér að rekstri alvöru Skátabúðar.

Skátabúðin býður margvíslegan skátavarning svo sem skátabúninga og-merki, ýmis konar viðlegubúnað og svo auðvitað sérmerktan fatnað og vörur tengdar landsmótinu.

„Hér hefur verið fullt út úr dyrum frá því við opnuðum“ segir Dagga. „Viðtökur hafa verið góðar og allir mjög kátir með það sem við höfum hér upp á að bjóða og það er klárt mál að þetta fyrirkomulag er komið til að vera“.

Blaðamaður tók sérstaklega eftir því hve vel og smekklega vörum er stillt upp, merkingar skýrar og innréttingar flottar en það er hann Billi, faðir Döggu, sem á heiðurinn af þeim. „Jú, pabbi er líklega æviráðinn í þetta verkefni – fæ hann pottþétt með mér í að hanna búðina fyrir næsta mót“ segir Dagga og er rokin í að sinna næsta viðskiptavin.

Mótsklútarnir freista
Mótsklútarnir freista
Þessi skátastúlka virtist vera að gera risagóð kaup
Þessi skátastúlka virtist vera að gera risagóð kaup
Gott rými í Skátabúðinni til að skoða
Gott rými í Skátabúðinni til að skoða
Allar alvöru verslanir eru með dúndurtilboð!
Allar alvöru verslanir eru með dúndurtilboð!
Glæsilegir mótsbolir
Glæsilegir mótsbolir