fraedsla-bannermynd

Það uppeldis- og menntunarstarf sem felst í skátastarfinu hefur það að markmiði að skapa ungu fólki tækifæri til sjálfsnáms og aukinnar samfélagsvitundar – til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar og til að láta gott af sér leiða í nærsamfélagi sem og í samfélagi mannkynsins í heild. Skátastarf snýst um uppeldi til lýðræðislegrar þátttöku og sjálfbærrar þróunar. Það eflir raunhæft sjálfsmat einstaklingsins og sjálfstraust – en jafnframt hæfileika til að vinna með öðrum.

Skátastarf er leiðtogaþjálfun – ekki í þeim skilningi að í skátastarfi séu einstaklingarnir þjálfaðir til að stjórna öðrum heldur til að vinna með öðrum að settu marki og ekki síst til að verða leiðtogar í eigin lífi.

Gilwell-leiðtogaþjálfun

form_ljosblar_326x180_gilwell

Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi. Þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfunin er persónuleg vegferð hinna fullorðnu til að halda áfram að þroskast og eflast í lífi og starfi.

:: Lesa meira um Gilwell-leiðtogaþjálfun

Námskeið

form_ljosblar_326x180_namskeid

Umfjöllun um þau fjölmörgu námskeið sem við höldum og lesmál með því.

:: Lesa meira um námskeið

Fræðslukvöld

form_ljosblar_326x180_fraedslukvold

Fræðslukvöldum BÍS er ætlað að gefa skátafélögum á Íslandi verkfæri til að efla skátastarf og leiða saman skáta og áhugafólk um skátastarf til að eiga skemmtilega kvöldstund í Skátamiðstöðinni. Tilgangurinn er að auðvelda skátafélögum að vinna að markmiðum skátahreyfingarinnar.

Allir 16 ára og eldri eru velkomnir á Fræðslukvöld BÍS. Skátafélög eru sérstaklega hvött til að láta foreldra og aðra úr stuðningsneti sínu vita af Fræðslukvöldunum og hvetja þá til að koma með.

:: Lesa meira um fræðslukvöld
[td_block3 category_id=”19″ limit=”5″ custom_title=”Fréttir af fræðslumálum”]