Setið á vefstólum

Nokkur skátafélögin eru komin vel að stað með að útbúa nýja vefi í framhaldi af því að Skátamiðstöðin og upplýsingaráð buðu fram aðstoð og gáfu þeim vef. Nú í vikunni sátu nokkrir vefstjórar á rökstólum í skátamiðstöðinni með Guðmundi Pálssyni vefhönnuði og fóru yfir næstu skref.

Vefurinn sem skátafélögunum býðst að nota var tilbúinn í haust en síðan þarf hvert skátafélag að aðlaga hann sínum þörfum. Með því að leggja félögunum til grunninn sparast mikil vinna hjá þeim. Guðmundur Pálsson var ánægður að fundi loknum og sagði að með þessu samstarfi vefstjóranna fengju þau stuðning hvert frá öðru.

Félögin sem ætla að gera nýjar vefsíður á þessum grunni eru Mosverjar, Kópar, Faxi, Heiðabúar, Skjöldungar og Skátafélag Akraness. Einnig ætla Radíóskátar og Skátasamband Reykjavíkur að nýta sér þetta frábæra tilboð. Ekki er laust við að örlítil spenna sé í loftinu um það hvert þessara félaga verður fyrst með nýjan vef. Vegna veðurs afboðuðu Skagamenn komu sína en mæta á næsta fund sem fyrirhugaður í tengslum við félagsforingjafundinn 15. febrúar.

Flottur hópur mætti til fundarins. Vala Dröfn fyrir Radíóskáta, Þórdís frá Heiðabúum, Tryggvi úr Kópum, Gunnar frá Mosverjum, Guðmundur vefhönnuður og Magnús frá Skjöldungum

Flottur hópur mætti til fundarins. Vala Dröfn fyrir Radíóskáta, Þórdís frá Heiðabúum, Tryggvi úr Kópum, Gunnar frá Mosverjum, Guðmundur vefhönnuður og Magnús frá Skjöldungum, auk Jóns Halldór sem tók ljósmynd.

 

Hér má skoða Demóvefinn >>> http://demo6.tecnordix.is Vefurinn er unnin í vefumsjónarkerfinu WordPress sem er útbreytt og aðgengilegt vefumsjónarkerfi.

Upplýsinga og samskiptaheimar

Það er stýrihópur vefmála sem er að baki þessari vinnu, en hún er hluti af verkefni sem heitir því afslappaða og hógværa nafni Upplýsinga- og samskiptaheimar skáta – vefur og veflausnir. Markmið þess er að byggja upp og treysta undirstöður fyrir upplýsingamiðlun skátahreyfingarinnar í gegnum vefmiðla hennar og þar er horft bæði til innra og ytra flæðis upplýsinga.

Guðmundur Pálsson er ánægður með áhuga skátafélaganna.

Guðmundur Pálsson er ánægður með áhuga skátafélaganna.

 

Eftir að grænt ljós fékkst í júní hjá stjórn BÍS var hafist handa. Um sumarið var samráð við fagráðs BÍS og síðan strax í ágúst var fyrsti vefhlutinn opnaður. Það var skatarnir.is sem eru almennar kynningarsíður einkum ætlaðar þeim sem vilja ganga í skátana og þurfa að fá yfirsýn og upplýsingar um skráningu. Annar áfangi fólst í að búa til stílsnið eða grunn að vefsíðum fyrir skátafélög, sem nú hillir undir að verði að veruleika hjá nokkrum félögum. Þriðji áfangi náðist 23. des. þegar vefurinn skatamal.is var opnaður, en hann er vettvangur fyrir fréttir af daglegu starfi skáta, tilkynningar um viðburði og veitir aðgengi að stuðningsefni, verkefnavef skáta, félagatali og viðburðaskráningarkerfi.

Á þessu ári verður áherslan fyrstu mánuðina á að halda skátamálum.is lifandi með fréttaflutningi, vinna verkefnavef með nýjum möguleikum, auk ýmissa verkefna sem kynnt verða betur síðar.

Áhugasamir hafi samband !

Allir þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu ævintýri eru beðnir um að hafa samband við þá sem eru í stýrihópi vefmála:

– Jón Halldór Jónasson, formaður stýrihóps, sími 664 8918, jon.halldor.jonasson@gmail.com og jon.halldor.jonasson@reykjavik.is

– Guðmundur Pálsson, vefhönnuður, sími 696 4063, gudmundur@digital.is

– Benjamín Axel Árnason, formaður upplýsingaráðs BÍS, sími 896 0999 ; benjamin@pacta.is

eða við fulltrúa Skátamiðstöðvar sem vinna með stýrihópi:

– Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS, sími 550 9800 , hermann@skatar.is

– Dagbjört Brynjarsdóttir, upplýsingafulltrúi BÍS, sími 550 9800, skatar@skatar.is

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar