Yfirlit yfir útgáfu á vegum Bandalags íslenskra skáta sem aðgengileg er á vefnum.

Skátadagskráin

Skátaaðferðin - forsíðaSkátaaðferðin

© Bandalag íslenskra skáta – ágúst 2014

Kynningarbæklingur um skátaaðferðina

:: Lesa skátaaðferðin – bæklingur í pdf formi

kjarni_skatastarfs_forsida_150Kjarni skátastarfs

© Bandalag íslenskra skáta – nóvember 2013
Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Ritið Kjarni skátastarfs er skrifað fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér þá hugmynda- og aðferðafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Efnið á erindi við alla sem hafa áhuga á uppeldi og menntun ungs fólks og því hvernig lífsleikni og samfélagsvitund getur eflt einstaklinginn og bætt hvert samfélag.

:: Lesa


falkaskataforsida-skatamalHandbók sveitarforingja fálkaskáta

© Bandalag íslenskra skáta – 2012
Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Handbók sveitarforingja fálkaskáta útskýrir þá hugmyndafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Hún er  til leiðbeiningar um notkun þeirrar aðferðafræði sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að skátastarf þjóni þeim uppeldismarkmiðum sem stefnt er að.


handbok-drottskataforingja-forsidaHandbók sveitarforingja dróttskáta

© Bandalag íslenskra skáta – 2011
Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Handbók sveitarforingja dróttskáta útskýrir þá hugmyndafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Hún er  til leiðbeiningar um notkun þeirrar aðferðafræði sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að skátastarf þjóni þeim uppeldismarkmiðum sem stefnt er að.


Handbók sveitarforingja rekkaskáta

© Bandalag íslenskra skáta – 2016
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Handbókin er leiðbeiningarrit fyrir sveitarforingja rekkaskátastarfs. Í henni má á aðgengilegan hátt finna útskýringar á hugmynda- og aðferðafræði starfsins. Gerð er grein fyrir tilgangi róverstarfs, skipulagi þess, hverjir það eru sem taka þátt, í hverju það felst og hvernig það er framkvæmt.

 

:: Skoða sem PDF (16Mb)
:: Skoða á Issuu


rover_handbok_forsidaHandbók ráðgjafa og leiðtoga róverstarfs

© Bandalag íslenskra skáta – 2015
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Handbókin er leiðbeiningarrit fyrir ráðgjafa og leiðtoga róverstarfs. Í henni má á aðgengilegan hátt finna útskýringar á hugmynda- og aðferðafræði starfsins. Gerð er grein fyrir tilgangi róverstarfs, skipulagi þess, hverjir það eru sem taka þátt, í hverju það felst og hvernig það er framkvæmt.


merkjabok_drekaskatar_sept2015-forsidaMerkin í drekaskátunum

Hvatakerfi drekaskátastarfs
© Bandalag íslenskra skáta – 2015
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Í þessu hefti er að finna yfirlit yfir þau merki sem snúa að skátastarfi
drekaskáta.

 

:: Skoða heftið í vefútgáfu
:: Sækja heftið á PDF-formi

merkjabok_falkaskatar-sept2015-forsidaMerkin í fálkaskátunum

Hvatakerfi fálkaskátastarfs
© Bandalag íslenskra skáta – 2015
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Í þessu hefti er að finna yfirlit yfir þau merki sem snúa að skátastarfi
fálkaskáta.

 

:: Skoða heftið í vefútgáfu
:: Sækja heftið á PDF-formi

drekar_verkefnabok_forsidaDrekaskátabókin

© Bandalag íslenskra skáta – 2011
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Drekaskátabókina tekur drekaskátinn með sér hvert sem er og skrifar, teiknar og litar.

 

:: Skoða vefútgáfu bókarinnar

falkaskatabokin_forsida_skatamalFálkaskátabókin

© Bandalag íslenskra skáta – 2013
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Fálkaskátabókin er leiðarbók skátans í fálkaskátastarfinu, nokkurs konar landakort fyrir skátaleiðangur hans. Hún inniheldur fjölbreytan fróðleik sem nýtist skátanum vel í starfi og heldur utan um persónulegar áskoranir hans og áfangamarkmið.

 

:: Skoða vefútgáfu bókarinnar

drottskataforsidan-skatamalDróttskátabókin

© Bandalag íslenskra skáta – 2012
Ritstjórn og höfundar texta: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Dróttskátastarfið er sannkallað ævintýri. Að nema nýjar lendur og kanna ný svið í hópi jafnaldra. Því má líkja við nokkurs konar leiðangur til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur í samfélaginu. Dróttskátabókin er handbók dróttskátans í þessum spennandi leiðangri.

:: Skoða vefútgáfu bókarinnar

orðabelgur forsíða

 

 

Orðabelgur er orðskýringarbók þar sem hugtök í skátastarfi eru útskýrð.

:: Hér má finna drög að Orðabelgi unnin 2014-2015 á pdf formi

sjalfbodalidar-forsida Sjálfboðaliðar í skátastarfi er bæklingur gefin út af WOSM 2016 og þýddur af Ólafi Proppé. Hægt er að fá bæklinginn í prentaðri útgáfu í Skátamiðstöðinni. Einnig hægt að senda póst á skatar(hjá)skatar.is og óskað eftir að fá hann sendann í pósti. :: Hér má lesa ritið á pdf formi.    

GILWELL LEIÐTOGAÞJÁLFUN

gilwellbaekl-forsGilwell leiðtogaþjálfun – Kynningarbæklingur

Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi, þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfuninni er ætlað að byggja ofan á reynslu fullorðinna sjálfboðaliða og gera þeim kleift að marka sér stefnu og setja sér markmið til enn frekari þroska, átaka og sigra í skátastarfi og í lífinu yfirleitt.
::Lesa bækling

gilwell_leidarbok_forsida-150Gilwell leiðtogaþjálfun

© Bandalag íslenskra skáta – 2. útgáfa janúar 2014
Ritstjórn: Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Fullorðnir skátar eru kjölfestan í góðu skátastarfi, þeir eru ábyrgir fyrir uppeldishlutverki hreyfingarinnar. Gilwell-leiðtogaþjálfuninni er ætlað að byggja ofan á reynslu fullorðinna sjálfboðaliða og gera þeim kleift að marka sér stefnu og setja sér markmið til enn frekari þroska, átaka og sigra í skátastarfi og í lífinu yfirleitt.

:: Lesa

ÖNNUR ÚTGÁFA

skatabladid_2014_forsidaSkátablaðið – Komdu í skátana!

© Bandalag íslenskra skáta – ágúst 2014
Ritstjórn: Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hermann Sigurðsson (ábm.), Ingibjörg Hannesdóttir, Jón Halldór Jónasson og Nanna Guðmundsdóttir.

Fylgirit Fréttatímans 29. ágúst 2014.

:: Lesa

 

skatadagatal-smamyndSkátadagatalið 2014-2015

© Bandalag íslenskra skáta – mars 2014
Ritstjórn: Skátamiðstöðin

Skátadagatalið inniheldur greinargott, myndrænt yfirlit yfir helstu viðburði í skátastarfi og ætti að hanga uppi í hverju skátaheimili og að sjálfsögðu í hverjum skátaskála líka. Skátadagatalið er svo auðvitað á vefnum líka þar sem það er uppfært reglulega.

:: Skoða prentaða útgáfu          :: Skoða vefútgáfu

skataflokkur_islands_forsida_150Landsmót skáta: Skátaflokkur Íslands

© Bandalag íslenskra skáta – janúar 2014

Hefti með æfinga- og skilaverkefnum vegna flokkakeppni landsmóts 2014: Skátaflokkur Íslands. Auk æfinga- og skilaverkefnanna fylgir með hugmynd að heppilegum dagskrárhring sem hjálpar flokknum að ákveða hvort og hvað hann vill æfa.

:: Lesa

landsmot2014_foreldrabæklingur_forsida_150Landsmót skáta: Kynningarbæklingur

© Bandalag íslenskra skáta – janúar 2014

Landsmót skáta eru haldin reglulega og verður 28. landsmótið haldið í sumar dagana 20.-27. júlí. Það fer fram í útilífs- og umhverfismiðstöð skáta að Hömrum við Akureyri.  Allir skátar, stelpur og strákar, reyndir og sjóaðir, hvaðanæva af landinu mæta og taka þátt í landsmótinu – það er ekki spurning! Á landsmóti skáta eru engir varamannabekkir, þar eru allir virkir þátttakendur í ævintýrinu.

:: Lesa

vidbragdsaetlun_kapaViðbragðsáætlun skáta

© Bandalag íslenskra skáta – júní 2011

Viðbragðsáætlun þessi tekur til allra þeirra sem starfa á vegum Bandalags íslenskra skáta og skátafélaganna. Hún nær til skáta, starfsmanna, félagsforingja og annarra skátaforingja.

:: Lesa

 

fullordnir_i_skatastarfi_kapanFullorðnir í skátastarfi

© Bandalag íslenskra skáta – maí 2011

Til að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga þarf ábyrga og fullorðna einstaklinga sem sinna verkefnum fyrir skátafélögin til lengri og skemmri tíma. Að ná í og halda í nægilega marga fullorðna er stöðugt úrlausnarefni fyrir mörg félög og erfiðleikar á því sviði ein helsta ástæða þess að starf félaga dalar og jafnvel leggst af.

Þessu efni er ætlað að vera nokkurs konar verkfærakista sem skátafélög geta gengið í, til að auðvelda sér að ná í og halda í fullorðna einstaklinga.

:: Lesa

ýmind okkar fors

Ímynd okkar, Bæklingur í A5 stærð

Skátastarf er skemmtilegt og á að vera skemmtilegt. Líf og fjör einkenna starf okkar og
nálgun á verkefni og það er gaman að vera í skátunum.
Það er ekki auðvelt að koma ánægju og spennu alla leið. Þetta er oftast eitthvað sem
býr innra með okkur og er hluti af upplifun hvers og eins í skátastarfinu.
Það er hins vegar mjög gaman þegar tekst að skila gleðinni alla leið og veita lesendum,
hlustendum eða áhorfendum hlutdeild í þeirri ánægju sem felst í skátastarfi.

Þessi bæklingur er unninn af Upplýsingaráði BÍS og er ætlaður öllum
þeim sem þurfa að vinna með efni sem skátarnir senda frá sér og gæti
haft áhrif á skoðanir fólks á okkur.

:: Smelltu hér til að skoða bæklinginn

Eldra efni

Hér að neðan getur þú skoðað ýmislegt gamalt og gott sem enn stendur svo sannarlega fyrir sínu!

skatasongbokin-forsidaSkátasöngbókin

© Bandalag íslenskra skáta – 1999
Ritstjórn: Starfsráð BÍS, Sigrún Sigurgestsdóttir og Sigurður
Úlfarsson.

Skátalögin gömul og ný með hljómum.

:: Sækja á PDF-formi

birta-forsidaBirta við varðeldinn

© Bandalag íslenskra skáta – 1989
Ritstjórn: Guðmundur Pálsson (Gilwell-verkefni)

Skátalögin gömul og ný með hljómum.

:: Sækja á PDF-formi

Græni-bakpokinn-II-forsidaGræni bakpokinn II

© Bandalag íslenskra skáta – 2000
Texti: Ólafur H. Sigurjónsson og Helgi Grímsson.

Umhverfið og við. Hlutverk bókarinnar er að kynna hugmyndir að ýmsum verkefnum sem eru til þess fallin að efla þekkingu og skilning skáta á náttúrunni.

:: Sækja á PDF-formi

Skátastarf-í-90-ár-forsidaSkátastarf i 90 ár

© Bandalag íslenskra skáta – 2002
Ritstjóri: Einar Elí Magnússon.

Afmælisrit í tilefni 90 ára afmælis skátastarfs á Íslandi.

:: Sækja á PDF-formi

Úlfljótsvatn-í-60-ár-forsidaÚlfljótsvatn i 60 ár

© Bandalag íslenskra skáta – 2002
Ritstjóri: Einar Elí Magnússon.

Fylgirit með afmælisrit í tilefni 90 ára afmælis skátastarfs á Íslandi.

:: Sækja á PDF-formi