Samfélagsmiðlar

Fæst okkar muna hvernig heimurinn var áður en netið kom. Hvernig hópaði fólk sig eiginlega saman áður en Facebook kom? Keypti fólk sér í alvörunni vínylplötur? Og af hverju að skrifa bréf þegar þú getur sent tölvupóst? Með tilkomu netsins minnkaði heimurinn. Áður fyrr misstirðu samband við fólk þegar það flutti til útlanda – nú eða bara út á land! Núna þarft þú ekki að fara út í búð heldur pantar beint heim af Amazon. Áður fyrr voru blaðamennirnir sérfræðingarnir en með tilkomu blogga hafa allir penna og allir hafa vettvang til að tjá sig.

Orðið samfélagsmiðlar er íslensk þýðing á hugtakinu „social media“. Þetta eru netmiðlar þar sem fólk deilir skoðunum, myndum, hlekkjum og hverju sem er. Á samfélagsmiðlum hafa allir rödd. Á sumum þeirra er hægt að deila með lokuðum hópi notenda en á öðrum er allt opið og hver sem er getur tjáð sig. Þessir miðlar hafa breytt heiminum á örstuttum tíma. Samfélagsmiðlar get verið upplýsingaveita fyrir fyrirtæki, staðurinn þar sem þú sýnir myndirnar þínar, eða samkomustaður fyrir byltingarsinna. (Heimild: Samfélagsmiðlar – hvað er nú það? Hjalti Rögnvaldsson, 2011).

:: Lesa meira