Íslenska fánann í öndvegi

islfanidaggaSkátar á Íslandi hafa ávallt staðið vörð um íslenska fánann og frá upphafi hefur meðferð fánans verið dagskrárefni í verkefnagrunni skáta þar sem hefur verið lögð áhersla á meðferð og virðingu skátanna fyrir íslenska fánanum.

Þá er heiðursvörður skáta með íslenska fánann orðið ein af hefðunum í samfélagi okkar við hátíðarhöld t.d. á 17. júní og sumardaginn fyrsta. Almenningur tengir skátana gjarnan við íslenska fánann og algengt að haft sé samband við Skátamiðstöðina og leitað upplýsinga um meðferð hans.

Skátahreyfingin fór af stað með fánaverkefni undir heitinu “Íslenska fánann í öndvegi” á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994. Þá létu skátar framleiða myndband um sögu og meðferð íslenska fánans og var það m.a. sýnt all oft í ljósvakamiðlunum. Á því ári gáfum við m.a. öllum grunnskólabörnum íslenska fánaveifu. Síðan þá hefur ýmislegt verið gert til að gera veg íslenska fánans sem mestan og uppfræða almenning um notkun hans.

Árið 1998 hóf BÍS nýjan lið í fánaverkefninu er skátar gáfu öllum börnum í 2. bekk í grunnskólum landsins fallega fánaveifu ásamt fánabæklingi sem fræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fánans og fánareglur. Fánunum er dreift til grunnskólanna og annast þeir dreifingu þeirra til barnanna og má segja að verkefnið hefur almennt hlotið frábærar viðtökur.

BÍS hefur jafnan haft á boðstólnum nokkrar vörur er tengjast íslenska fánanum til sölu og má þar m.a. nefna bækling um meðferð fánans, litlar fánaveifur, ofinn íslenska fánann í tveimur útgáfum til að festa á fatnað, málmmerki ofl.