Friðarloginn

fridarl

Friðarloginn er skemmtileg hefð sem hefur skapast hér á landi síðustu ár og felst í að skátar og St. Georgsgildin varðveita aldagamlan loga frá fæðingarstað Krists í Betlehem og miðla loganum til almennings um jólin.

Eins og nafnið gefur til kynna er loginn tákn um frið en friðarboðskapur er mjög mikilvægur í skátastarfi um heim allan. Skátar vilja því hafa friðarlogann eins aðgengilegan og hægt er og auðvelda öllum heimilum landsins að ná í þennan merkilega loga og láta lifa á aðventunni.

Friðarloginn er sóttur í Fæðingarkirkju Krists í Betlehem en um aldir alda hefur logað ljós á olíuluktum við silfurstjörnuna sem markar fæðingarstað Jesú Krists.

Almenningur getur nálgast Friðalogann á aðventunni ár hvert í Skátamiðstöðina Hraunbæ 123 í Reykjavík og víða í kirkjum og skátaheimilum. Nánari upplýsingar um hvar hægt er að nálgast Friðarlogann fást í Skátamiðstöðinni í síma 550-9800 á skrifstofutíma.

:: Skoða heimasíðu Friðarlogans