Kynningarverkefni

Friðarloginn

form_tab_smamyndir_fridarlogiFriðarloginn er skemmtileg hefð sem hefur skapast hér á landi síðustu ár og felst í að skátar og St. Georgsgildin varðveita aldagamlan loga frá fæðingarstað Krists í Betlehem og miðla loganum til almennings um jólin.

Eins og nafnið gefur til kynna er loginn tákn um frið en friðarboðskapur er mjög mikilvægur í skátastarfi um heim allan. Skátar vilja því hafa friðarlogann eins aðgengilegan og hægt er og auðvelda öllum heimilum landsins að ná í þennan merkilega loga og láta lifa á aðventunni.

Friðarloginn er sóttur í Fæðingarkirkju Krists í Betlehem en um aldir alda hefur logað ljós á olíuluktum við silfurstjörnuna sem markar fæðingarstað Jesú Krists.

:: Lesa meira

Íslenska fánann í öndvegi

islfanidaggaSkátar á Íslandi hafa ávallt staðið vörð um íslenska fánann og frá upphafi hefur meðferð fánans verið dagskrárefni í verkefnagrunni skáta þar sem hefur verið lögð áhersla á meðferð og virðingu skátanna fyrir íslenska fánanum.

Skátahreyfingin fór af stað með fánaverkefni undir heitinu „Íslenska fánann í öndvegi“ á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994. Þá létu skátar framleiða myndband um sögu og meðferð íslenska fánans og var það m.a. sýnt all oft í ljósvakamiðlunum. Á því ári gáfum við m.a. öllum grunnskólabörnum íslenska fánaveifu.

Síðan þá hefur ýmislegt verið gert til að gera veg íslenska fánans sem mestan og uppfræða almenning um notkun hans.

:: Lesa meira
godverkinGóðverkadagar eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Góðverkadagarnir eru haldnir seinnipart febrúarmánaðar ár hvert með virkri þátttöku landsmanna.

„Góðverk dagsins“ er yfirskrift verkefnisins og er markmiðið að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

:: Lesa meira