Góðverkadagar

godverkinGóðverkadagar eru ný útfærsla á nær aldagamalli hefð og loforði skáta um að gera að minnsta kosti eitt góðverk á dag. Góðverkadagarnir eru haldnir seinnipart febrúarmánaðar ár hvert með virkri þátttöku landsmanna.

„Góðverk dagsins“ er yfirskrift verkefnisins og er markmiðið að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.

Fjöldi starfsmannahópa í fyrirtækjum, margir framhaldsskólar, grunnskólar, leikskólar og skátahópar um land allt standa fyrir ýmis konar verkefnavinnu og Góðverka dagskrárgerð þessa daga.

Góðverk gleðja, því góðverk eru þeirrar náttúru að þau fjölga sér á ógnarhraða, gerendum, þiggjendum og öllum sem nálægt þeim standa til gleði og ánægju. Velvildin og vináttan sem felst í að rétta öðrum hjálparhönd, óumbeðið og án skilyrða er dýpri og sannari en almenn hjálpsemi eða dagleg aðstoð – við köllum það góðverk.

:: Skoða heimasíðu Góðverkadaga
:: Skoða síðu Góðverkadaga á Facebook