Samskipti við fjölmiðla

Fyrir fjölmiðla

Skátarnir vilja eiga góð samskipti við fjölmiðla og leggja fjölmiðlafólki lið við að ná sambandi við viðmælendur auk þess að veita aðrar upplýsingar. Hafið samband við Skátamiðstöðina í Hraunbæ í síma 550-9800, með tölvupósti á skatar@skatar.is eða hafið samband við tengiliði okkar:

 

– Dagbjört Brynjarsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- og dagskrámála BÍS, sími 550 9806, dagga@skatar.is
– Heiður Dögg Sigmarsdóttir, formaður upplýsingaráðs BÍS, sími 697-3775, heidurds@gmail.com
– Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS, sími 693-3836, hermann@skatar.is


Fyrir skáta

Skátamiðstöðin hvetur skáta til að koma upplýsingum til fjölmiðla til kynningar á skátastarfi. Boðið er upp á námskeið um fjölmiðlasamskipti og þjálfun fyrir talsmenn skátahreyfingarinnar.

Á fræðslukvöldi sem haldið var í október 2013 var farið yfir góð samskipti við fjölmiðla og hvernig frétt er skrifuð, auk þess sem leitast var við að horfa á skátastarf af sjónarhóli fréttamanna. Hér eru glærur af kynningum:

1) Góð samskipti við fjölmiðla? – Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg leiðbeinir um hvernig hægt er að gera fjölmiðla að samherjum og fá birtar fréttir úr skátastarfi, um það hvers konar hegðun dregur að athygli fjölmiðla og hvað ber að varast í samskiptum við þá. God_rad_i_samskiptum_vid_fjolmidla_JHJ_17okt2013.

2) Hvernig skrifum við góða frétt? – Elín Ester Magnúsdóttir altmúligkonaá Mogganum leiðir okkur í gegnum hvað það sé sem gerir frétt að góðri frétt: „Öngullinn“ sem grípur athygli lesandans; mikilvægustu upplýsingarnar; hver er tilgangurinn með fréttinni? Skoða prezi kynningu.

3) Með augum fréttastofunnar: Er skátastarf fréttnæmt? – Malin Brand, fréttakona á Mbl og áður á fréttastofu RÚV lýsir því hvernig skátarnir eru í augum fjölmiðla. Hún svaraði spurningum og gaf góð ráð um fréttamennsku frá sjónarhóli blaðamannsins.