Alþjóðaráð BÍS auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til þess að leiða undirbúning þátttöku íslenskra skáta í Roverway 2016, sem haldið verður í Frakklandi.

Roverway er Evrópumót rekka- og róveskáta á aldrinum 16-22 ára.

Starf undirbúningshópsins felur í sér skipulagningu og framkvæmd kynningar mótsins til íslenskra skáta. Vinnan er unnin í samráði og samstarfi við alþjóðaráð BÍS og viðburðastjóra BÍS. Gera má ráð fyrir að ef vinnan gengur vel muni undirbúninghópurinn taka sæti í fararstjórn ferðar íslenskra skáta á Roverway 2016.

Áhugasamir skátar, 25 ára og eldri, eru beðnir að senda inn umsókn sem tilgreini aldur og fyrri störf innan og utan skátahreyfingarinnar ásamt nokkrum orðum um ástæðu umsóknarinnar. Umsóknir sendist til julius@skatar.is eigi síðar en 1. október 2014.