Ólafur fæddist 20. nóvember 1947 og var því 66 ára þegar hann lést sunnudaginn 11. maí á líknardeild LSH, eftir stutta sjúkdómslegu. Ólafur gekk ungur til liðs við skátahreyfinguna og starfaði með henni af krafti alla tíð síðan.
Ólafur var formaður Skátasambands Reykjavíkur 1988-1993 og sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta 1988-2004, þar af sem skátahöfðingi 1995-2004.
Öflug leiðtogaþjálfun skátahreyfingarinnar og virk þátttaka íslenskra skáta í alþjóðlegu skátastarfi voru meðal þeirra verkefna sem Ólafur beitti sér fyrir í sínu starfi.
Stjórn og starfsfólk Bandalags íslenskra skáta þakka Ólafi samfylgdina og votta fjölskyldu hans innilegrar samúðar.
Útför Ólafs verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. maí kl. 15:00.