Seinni hluti markþjálfunarnámskeiðs Gilwell mentora var haldið á laugardag, en það er eitt þeirra námskeiða sem tilheyrir framhaldsnámskeiðum í Gilwell-leiðtogaþjálfuninni.
Leiðtogaþjálfun
Leiðtogaþjálfun

„Þetta er búið að vera algerlega frábært, frábærir fyrirlesarar og farið yfir fullt af áhugaverðu efni“ segir Björn Hilmarsson,  einn þátttakenda á námskeiðinu. „Þetta á klárlega eftir að nýtast í mun fleira en bara hér í skátastarfi. Þetta fer beint í allskonar pælingar fyrir vinnu og fleira. Ég mæli með þessu.“

Fyrirlesarar um helgina voru stjórnendamarkþjálfararnir Matti Ósvald Stefánsson og Gestur K Pálmason auk Benjamíns og Ólafs Proppé.

Það var á síðasta vetri sem byrjað var að bjóða upp á framhaldsnámskeið.  Benjamín Axel Árnason stjórnandi námskeiðsins segir að árangur og ánægja þátttakenda núna sé mjög hvetjandi fyrir framhaldið.  Næsta framhaldsnámskeið sem boðið verður uppá er um Leiðbeinendastörf og kennslufræði og það verður haldið dagana 18. apríl og 9. maí nk. Það námskeið er ætlað leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu Gilwell-skólans en efnið nýtist þátttakendum vissulega á öðrum sviðum lífsins.


Bjössi Hilmars var ánægður með námskeiðið

Tengd frétt frá fyrri helgi námskeiðsins:  Mikilvægt að hlusta og spyrja

Verkefnavinna
Verkefnavinna