Breytingar á leiðtogaþjálfun skáta sem hafa verið innleiddar á liðnum árum eru greinilega að skila sér og var góð mæting á námskeiði um helgina þegar nýr hópur hóf sína Gilwell leiðtogaþjálfun.
Kristín Arnardóttir stjórnandi námskeiðsins er mjög ánægð með breytingarnar sem gerðar hafa verið. Þær færi þjálfunina í fremstu röð í samanburði við aðra endurmenntun og fullorðinsfræðslu í landinu.
Góð þátttaka var á námskeiðinu um helgina
Góð þátttaka var á námskeiðinu um helgina

Þátttakendur á námskeiðinu voru 22 frá 12 skátafélögum. Aldursdreifing á námskeiðinu nú er svipuð og verið hefur eftir að fyrirkomulag á Gilwell var breytt.

Leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna

Í leiðtogaþjálfuninni er lögð áhersla á að ná til fullorðinna sjálfboðaliða með góða leiðtogahæfni þar sem þeir eru kjölfestan í skátastarfi. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur færni þeirra fyrir þetta mikilvæga hlutverk. Þeir öðlast þekkingu og færni til að leiða starf á þeim fjölbreytta vettvangi sem skátastarf er. Gilwell-leiðtogaþjálfun eykur sjálfstraust og nýtist vel í atvinnulífinu.

Verkefni tengd stigvaxandi áherslu á sjálfstæði, virkni og ábyrgð skátanna eftir aldri þeirra og þroska voru kynnt.  Leitað var svara við spurningum um hvað það væri sem gerði skátafundi og skátaviðburði árangursríka, jafnfram því að skoða hvernig best sé að virkja ungt fólk.

Verkefni fyrsta námskeiðsdagsins var að skoða nýja starfsgrunn skáta og fá svör við spurningunn hvað það væri sem gerði skátastarfið að skemmtilegu ævintýri. Farið var yfir mismunandi útfærslur skátaaðferðarinnar fyrir aldursstigin fimm (drekaskáta, fálkaskáta, dróttskáta, rekkaskáta og róverskáta) og athyglinni beint sérstaklega að flokkakerfinu og táknrænni umgjörð skátastarfs.

 Leiðtogi í eigin lífi

Í tilefni dagsins kom út 2. útgáfa leiðarvísis fyrir Gilwell leiðtogaþjálfunina. Ólafur Proppé, skólastjóri Gilwell-skólans á Íslandi skrifar inngang og þar gerir hann þroska og leiðtogastíl að umtalsefni. ,,Það er sameiginlegt viðfangsefni allra sem leggja af stað í þá vegferð sem Gilwell-leiðtogaþjálfunin er að vaxa og þroskast sem manneskjur í samvinnu við aðra sem eru á sömu leið. Góður leiðtogi er ekki sá sem stjórnar eða leiðir aðra einhliða „eins og herforingi“. Góður leiðtogi getur unnið í teymi með öðrum og laðað fram það besta bæði hjá einstaklingum og hópum – og góður leiðtogi er líka „leiðtogi í eigin lífi“.“

Fengu góða innsýn í nýjan starfsgrunn skáta
Fengu góða innsýn í nýjan starfsgrunn skáta

Þátttakendur

Þátttakendur á námskeiðinu voru eins og áður segir 22 frá 12 skátafélögum:

Aðalbjörg E Halldórsdóttir Svanir
Árný Björnsdóttir Hraunbúar
Friðrik Sigurðsson Mosverjar
Guðrún Halldóra Vilmundardóttir Fossbúar
Guðrún Sigtryggsdóttir Árbúar
Gunnar Ingi Gunnarsson Mosverjar
Harpa Methúsalemsdóttir Mosverjar
Ingólfur Már Grímsson Hraunbúar
Jens Pétur Kjartansson Hafernir
Jón Lárusson Fossbúar
Kári Gunnlaugsson Hraunbúar
Kolbrún Ósk Pétursdóttir Garðbúar
Kristinn Ólafsson Ægisbúar
Laufey Elísabet Gissurardóttir Ægisbúar
María Dröfn Guðnadóttir Eilífsbúar
Maríanna Wathne Kristjánsdóttir Svanir
Sigrún Ósk Arnardóttir Hafernir
Sigþrúður Jónasdóttir Svanir
Sæbjörg Lára Másdóttir Strókur
Sædís Ósk Helgadóttir Garðbúar
Þórdís Halldóra Gestsdóttir Heiðabúar
Þórhallur G. Harðarson Árbúar

Nánari upplýsingar:

Fleiri myndir eru á Facebook-síðu skátanna > Skoða myndaalbúm

Gilwell – leiðtogaþjálfunin  http://skatamal.is/sjalfbodalidar/gilwell-leidtogathjalfun