Gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra hjá Grænum skátum.  Staða framkvæmdastjóra var auglýst og eftir ráðningaferli var ákveðið að ráða Kristinn Ólafsson viðskiptafræðing.
Kristinn hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og á undan því var hann verkefnastjóri hjá Capacent Gallup. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá augnlæknastöðinni Sjónlagi undafarin ár.
Kristinn starfaði sem skáti með Ægisbúum hér á árum áður og hefur verið virkur í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í 37 ár. Á árunum 2014-2016 var Kristinn gjaldkeri í stjórn BÍS og þekkir því vel til starfsemi Grænna skáta.
Stjórn Grænna skáta þakkar Torfa Jóhanssyni fráfarandi framkvæmdastjóra Grænna skáta fyrir hans góðu störf en hann hverfur til nýrra starfa miðjan ágúst og býður jafnframt Kristinn velkomin.