Undanfarnar vikur hafa flest skátafélög haldið aðalfundi sína og eins og gengur verða breytingar í forystusveit félaganna.

Það er skátafélögum lífsnauðsynlegt að gott fólk fáist til starfa i forystu þeirra,“ segir Júlíus Aðalsteinsson félagsmálastjóri Skátamiðstöðvar.  Hann segir að skátahreyfingin hafi verið heppin með það mannval sem á undanförnum árum hefur kosið að verja frítíma sínum til þess að skapa börnum og ungu fólki tækifæri til þess að stunda skátastarf.

Níu nýir félagsforingjar hafa tekið við forystu í sínu félagi og fengu þeir skipunarbréf sín afhent á Skátaþingi um liðna helgi.

  • Hildur Haraldsdóttir, Eilifsbúum á Sauðárkróki
  • Haraldur Júlíusson, Einherjum/Valkyrjunni á Ísafirði
  • Jakob Guðnason, Fossbúum í Árborg
  • Ólöf Jónasdóttir, Klakki á Akureyri
  • Hreiðar Oddsson, Kópum í Kópavogi
  • Guðmundur Björnsson, Selum á Seltjarnarnesi
  • Sigurður Óskar Guðmundsson, Skátafélagi Akraness
  • Ragnar Ingi Andrésson, Skátafélagi Borgarness
  • Jóhanna Aradóttir, Svönum í Garðabæ

Júlíus vill koma þökkum til þeirra hafa á undanförnum árum tekið þátt í stjórnum skátafélaganna.  „Við bjóðum velkomna þá sem tekið hafa sæti í stjórnum félaganna á undanförnum vikum. Skátar vænta mikils af þeim og stjórn BÍS og starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar vonast eftir miklu og góðu samstarfi,“ segir hann.