Neisti 2019

Síðustu helgi komu saman yfir 100 skátar á sveitarforingjanámskeiði á Úlfljótsvatni.

Skátaforingjar og leiðtogar fengu tækifæri til þess að efla þekkingu sína á ýmsum sviðum og höfðu gaman af!Alls voru í boði 36 mismunandi smiðjur sem þátttakendur gátu valið um. Hægt var að læra kvöldvökustjórnun, varðeldagerð, allt um færnimerkin, photoshop, samfélagsmiðlanotkun, fundarsköp, verkefnastjórnun, leðurgerð og allt þar á milli.

Námskeiðið heppnaðist einstaklega vel og allir lærðu eitthvað nýtt eða uppfærðu hugmyndabankann.

Við vonum að allir foringjar séu endurnærðir og uppfullir áhuga og spennu fyrir næstu misserum!

Skoðaðu myndir frá viðburðinum hér.

Myndir í færlsu: Margrethe Grønvold Friis