Nokk­ur þúsund er­lend­ir skát­ar munu vænt­an­lega sprengja al­menn­ings­sam­göngu­kerfi Reykja­vík­ur­borg­ar í lok júlí nema til sér­stakra aðgerða verði gripið. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Banda­lagi ís­lenskra skáta sem birt var á Mbl.is.

Fjöldi er­lendra skáta kem­ur til lands­ins til að taka þátt í alþjóðlega skáta­mót­inu World Scout Moot sem fram fer hér á landi í lok mánaðar­ins. Móts­svæðið er Laug­ar­dals­höll og munu skát­arn­ir gista í 11 skól­um um höfuðborg­ar­svæðið. Því munu marg­ir þeirra eiga langa leið fyr­ir hönd­um til og frá næt­urstað ef þeir geta ekki nýtt sér stræt­is­vagna borg­ar­inn­ar að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

„Sem bet­ur fer eru marg­ir af skól­un­um, sem hýsa skát­ana, ekki langt frá móts­svæðinu en í nokkr­um til­fell­um er hins veg­ar drjúg­ur spotti sem skát­arn­ir þurfa að ganga, t.d. þeir sem búa í skól­an­um í Kópa­vogi,“ seg­ir Her­mann Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta.

„Skát­arn­ir hafa fengið 11 skóla víðsveg­ar um höfuðborg­ar­svæðið til að hýsa er­lendu gest­ina fyr­ir og eft­ir mót þótt flest­ir séu í Reykja­vík. Kynn­is­ferðir hafa samþykkt að aka skát­un­um frá Kefla­vík til skól­anna við kom­una til lands­ins og sjá um akst­ur úr skól­um yfir í Laug­ar­dal­inn þar sem al­menn­is­sam­göngu­kerfið ræður ekki við það,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

:: Sjá nánar á Mbl.is