Það er spennandi starfsár framundan – að vanda. Hér eru nokkrir viðburðir framundan og dagsetningar.

Munið að skrá ykkur og ykkar fólk!:

Nóri – nýtt félagatal – Örnámskeið 18. ágúst

Hver eru haustverkin? Hvað þarf að stilla og breyta? Hvernig nota ég kerfið? Þetta námskeið er nauðsynlegt þeim sem halda utanum félagatalið í skátafélögunum og einnig þeim sem þurfa að nota það. Nauðsynlegt að skrá sig hér

Kynningarvikan 23.-29. ágúst

Hugmyndabanki – upplýsingaráð hefur gert bækling um hugmyndir að því hvað hægt er að gera í kynningavikunni – hafið samband við skrifstofu BÍS til að fá bæklinginn sendan.

Við erum að prenta út kynningarbækling sem hægt er að dreifa í kynningarvikunni – og plakat til að hengja upp.

Nánar síðar um dreifingu á þessu efni

Sumar Gilwell 26.-28. ágúst – FULLT

37 skráðir en tekið við skráningum á biðlista hér: dagga@skatar.is

Félagsforingjafundur 28. ágúst

Félagsforingjar eru hvattir til að taka með sér einn aðila úr stjórn á fundinn.

Fundarefni verður sent út fljótlega. Nauðsynlegt er að skrá sig hér

Aðstoð við að skipuleggja vetrarstarfið? Handleiðslukvöld 4. september

Dagskrárhringir, verkefnahugmyndir, hvatakerfið…

Dagskrárráð verður með opið hús þar sem þau koma þér af stað í skipulagningunni. Nánar síðar.

Gilwell leiðtogaþjálfun 1. skref 1. október

Nánari upplýsingar hér. Opið fyrir skráningu hér

Bland í poka 7.-9. október

Verður að Laugum í Sælingsdal, opið fyrir skráningu hér

Að ógleymdu öllu hinu: Sundlaugarpartý 25. ágúst, Afhending forsetamerkis 24. sept, Haustpepp 30. sept-2. okt……