Forseti Íslands naut sín á heimsmóti skáta:

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, átti góðan dag á heimsmóti skáta 18 – 25 ára á Úlfljótsvatni. Í dag var opinn heimsóknardagur og naut fjöldi gesta þess að heimsækja mótssvæðið.

Þegar forsetinn fór um mótssvæðið var fjölmenningarlegt yfirbragð mótsins einstaklega litríkt og alþjóðlegt carnival í gangi. Guðna leist vel á stemninguna og skemmti sér vel með skátunum.

“Það er frábært að sjá þennan hóp sem er saman kominn hér. Gaman að sjá hversu vingjarnlegir allir eru og hvað allir eru staðráðnir í að skemmta sér vel en læra eitthvað nýtt á sama tíma. Fólkið hér virðist ákaft í að ná sér í reynslu og þekkingu til að gera heiminn að betri stað.” sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Hrönn fylgdi Guðna um mótssvæðið. Hér eru þau ásamt João Armando Pereira Gonçalves formanni stjórnar heimssamband skáta (WOSM)

„Við þurfum á fólki eins og skátunum að halda…“

„Ég held að skátastarf geti spilað jákvætt hlutverk,” sagði hann aðspurður hvort að skátahreyfingin geti haft jákvæð áhrif á heiminn. Til að mynda umhverfismál og friðarmál. „Maður sér þegar maður fer hér um svæðið að allir eru staðráðnir í að læra eitthvað og og skiptast á hugmyndum. Og hví ekki að vera bjartsýnn? Auðvitað eru mörg vandamál sem steðja að heiminum. Það er fátækt, það er hungursneið og átök. En á sama tíma er þróunin að mörgu leiti jákvæð. Ég tel að heimurinn sé betri en hann var fyrir nokkrum öldum síðan. Við þurfum að líta fram á við og bjartsýn og við þurfum á fólki eins og skátunum að halda til að vera afl til góðs. Hví ekki að nýta vettvang eins og þetta skátamót til að segja: Já, við stöndum frammi fyrir stórum vanda en hann er þar til að leysa hann. Vinnum saman og sjáum hvert það leiðir okkur.”

Ef ég yrði leiðtogi væri ég … hjálpsamur.

Fjölbreytileikinn undirstrikaður

Hrönn Pétursdóttir mótsstjóri, sem fylgdi Guðna um svæðið, segir að opni dagurinn hafi verið ætlaður til þess að undirstrika fjölbreytileika og mikilvægi þess að hann sem styrk og tæki til að stuðla að friði. Hún var ánægð með hvernig til tókst.  Móttó mótsins sem er change eða breyting hafi komist vel til skila.

Fjörið er ekki liðið og það verða áfram yfir 5.000 skátar á Úlfljótsvatni fram á miðvikudag þegar formlegri dagskrá mótsins líkur þótt áfram verði mikið af skátum á götunum.