Í gærkvöldi tóku kraftmiklir rekkaskátar í Vífli að sér það skemmtilega verkefni að leika sér og jafnframt að leika fyrir framan myndavélar. Verið er að leggja lokahönd á nýjan dagskrárvef sem innan tíðar verður gerður aðgengilegur héðan frá Skátamálum og munu ljósmyndirnar sem teknar voru í gærkvöldi prýða leikjahluta hins nýja vefs.
Traustleikir kalla á samstöðu og fulla einbeitingu allra í hópnum
Traustleikir kalla á samstöðu og fulla einbeitingu allra í hópnum
Á leikjavefnum er talið upp það sem þarf fyrir leikinn. Hér gleymdist boltinn ekki, þökk sé leikjavefnum.
Á leikjavefnum er talið upp það sem þarf fyrir leikinn. Hér gleymdist boltinn ekki, þökk sé leikjavefnum.

Benjamín Axel Árnason og Guðmundur Pálsson hafa haldið utan um vinnuna við dagskrárvefinn. Þeir voru í skýjunum með hve vel tókst til og leikræna tilburði rekkaskátanna úr Rs. Islandus. Auk Guðmundar tóku Brynjar Bjarnason og Gauti Torfason myndir. Rekkaskátarnir fóru hraðferð í gegnum fjölda „traust-leikja“ og „kapp-leikja“ með mikilli ánægju og gleði.

Leikjateymi verður til

Hjördís Þóra Elíasdóttir og Fanndís Eva Friðriksdóttir hrifust af verkefninu og vilja leggja því lið. Í gær var því snarlega stofnað Leikjateymi sem hafa mun umsjón með leikjahluta nýja dagskrávefsins. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í Leikjateyminu eru beðnir um að hafa samband Bennó (benjamin@pacta.is)

300 leikja pakki

Þeir sem hafa skoðað leikjavefinn eru sammála um að hann sé mjög glæsilegur. Hann telur í dag yfir 300 leiki, bæði nýja og klassíska leiki. Hægt er að velja leiki eftir leikjaflokkum, aldursflokkum, hópastærð og hvort betur fer á að fara í leikinn inni eða úti.

Nýr dagskrárvefur kemur brátt í mark.
Nýr dagskrárvefur kemur brátt í mark.

Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytni leikja og til að gefa lesendum mynd af henni er hér upptaldir leikjaflokkarnir en þeir eru þrettán talsins: Athyglisleikir, Dýrheimaleikir, Endurmatsleikir, Færni og kennsluleikir, Hópeflisleikir, Ísbrjótar, Kappleikir, Kynningaleikir, Lýðræðisleikir, Mannréttindaleikir, Næturleikir, Stórleikir og Þrautaleikir.

Boltafimleikar
Boltafimleikar