Dustum rykið af gítarnum fyrir skátamótin í sumar!

Mánudaginn 31. mars kl. 18:00 verður kynningarfundur vegna gítarnámskeiðs fyrir skáta. Fundurinn fer fram í Garðbúaheimilinu, Hólmgarði 34, og eru allir hjartanlega velkomnir – byrjendur sem lengra komnir.

Boðið er upp á 7 vikna námskeið fyrir byrjendur og lengra komna þar sem við munum læra landsmótssönginn og fleiri góð kvöldvökulög! Fræðsla um varðeldastjórnun, skipulag kvöldvöku og skemmtiatriða og annað sem nauðsynlegt er að hafa á hreinu fyrir skátamótin í sumar.

Fyrirkomulag

Vikulegar kennslustundir samhliða fjarnámi í gegnum Guitarparty.com. Kennt í litlum hópum þar sem nemendur af svipuðu getustigi vinna saman með kennara. Í lok námskeiðs spreyta nemendur sig á alvöru skátavarðeldi!

Allir nemendur fá 3ja mánaða aðgang að vefnum Guitarparty.com!

Nánari upplýsingar: gudmundur@skatar.is | 696 4063

landsmotsgitarinn_2014_700

 

:: Sækja kynningarbréf á PDF-formi