Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Landsmót dróttskáta

Um viðburðinn:

Landsmót dróttskáta verður fimm daga flokkamót í tjaldbúð í útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri. Mótið verður haldið dagana 3.-7. ágúst. Þema mótsins er : Nýtt upphaf !

Skátaflokkarnir munu reyna að endurreisa samfélagið sem er í molum í kjölfar heimsfaraldurs. Flokkarnir vinna sér inn gjaldeyri með þátttöku í dagskrá, gjaldeyrinn þurfa flokkarnir til að leysa út mat og aðra nauðsynjavöru. Mótið byggir á því að skátar myndi flokka (4-6 skátar). Flokkarnir starfi sem sjálfstæð eining á mótinu. Fjórir flokkar mynda þorp, sem deilir samkomutjaldi og eldunaraðstöðu. Nánari upplýsingar um skráningu flokka koma í fyrsta fréttabréfi mótsstjórnar.

Mótsgjaldið til BÍS verður 37.000 krónur fyrir þátttakendur og 16.000 krónur fyrir foringja. Staðfestingargjald er 10% af mótsgjaldi og fæst ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við skráningu eða aflýsa þarf mótinu af óviðráðanlegum ástæðum. Fyrir hverja 10 þátttakendur fær félagið 1 skátaforingja frían á mótið. Innifalið í mótsgjaldi er gisting, öll dagskrá, einkenni, eldunaraðstaða og matur á meðan mótinu stendur. Athygli er vakin á að félögin bæta sameiginlegum kostnaði ofan á en þar er gjarnan innheimt fyrir sameiginlegum ferðakostnaði, ef það er sameiginlegur matur hjá félaginu og öðru.

Skráning á mótið er opin í Sportabler en hana má finna á hlekkinum skraning.skatarnir.is, skráning lokar 4. júlí.

 

Upplýsingabréf mótstjórnar:

Fyrsta upplýsingabréf mótstjórnar

Annað upplýsingabréf mótsjórnar : skráning í flokka + útbúnaðarlisti

Síðasta upplýsingabréf foringja og fararstjóra

Sjálfboðaliðar og foringjar

Upplýsingabréf fyrir sjálfboðaliða og foringja

Eyðublað fyrir flokkaskiptingu

Ferðadagskrá

Mótsbókin

Mótsbók – Landsmót Dróttskáta

Dróttskátamót 2022
Mótsmerki dróttskátamóts 2022

 

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
03/08/2022 @ 18:00
Endar:
07/08/2022 @ 17:00
Kostnaður:
37.000kr.
Aldurshópar:
Dróttskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Hamrar
Hamrar
Akureyri, 600 Iceland
+ Google Map
Sími:
461-2264
Vefsíða:
View Staðsetning Website