Kynningarbæklingur um landsmót kom út í dag!

hausbanner-landsmot-2Það er svo sannarlega kraftur í mótsstjórn og vinnunefndum fyrir mótið enda veitir ekki því það er í mörg horn að líta. Í dag sendu þau frá sér glæsilegan kynningarbækling um mótið sem inniheldur fróðleik og upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn skátanna.
:: Skoða kynningarbækling um landsmót skáta 2014

Nánari upplýsingar

Landsmót skáta 2014 fer fram að Hömrum við Akureyri, Útilífs- og umhverfismiðstöð skáta, dagana 20.-27. júlí. Hamrar, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með þarfir skátahreyfingarinnar og almennings í huga. Svæðið er staðsett í útjaðri Akureyrar undir hrikalegu klettabelti sem aðskilur Eyrarlandsháls og Súlur frá láglendinu við botn Eyjafjarðar.

Nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason, verkefnastjóri landsmóts í síma 550 9800 (jon@skatar.is)

:: Skoða heimasíðu landsmóts

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar