Kóngurinn með skátanafnið Mowgli

„Mowgli“ er skátanafn Karls Svíakonungs en hann er öflugur talsmaður skáta og virkur félagi í Svíþjóð og um heim allan. Gera má ráð fyrir að hann hafi aflað yfir 100 miljónir dollara til stuðnings skátastarfs í gegnum World Scout Foundation.

Í frétt á Expressen.se sem birtist nýverið er fjallað um það hvernig hann hefur með áhuga og elju tekist að laða fjárfesta til að styrkja skátana og jafnvel gefa meira heldur en lagt var í með í upphafi.  Íslenskir skátar nutu meðal annars góðs af styrkjum frá World Scout Foundation í Friðarþingið sem haldið var árið 2012.

Hægt er að lesa fréttina í heild sinni hér.

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar