Við búum í þjóðfélagi þar sem breytingar hafa orðið miklar á undanförnum mánuðum og árum. Þessar breytingar eru ekki allar jákvæðar og þær reyna sennilegar mest á unga fólkið okkar, fólkið sem á að erfa landið.

Skátahreyfingin býr yfir reynslu og þekkingu af því að þroska og efla ungt fólk með því að skapa því skilyrði til að takast á við þroskandi verkefni í hópstarfi þar sem allir eru með.

Það er okkar hlutverk að gera sem flestum kleift að kynnast hreyfingunni og taka þátt í þroskandi starfi til að efla þessa einstaklinga og skapa þannig betra samfélag.

Stjórn Skátafélagsins Klakks fól undirituðum félagsforingja með stuðningi Bandalags íslenskra skáta að undirbúa og sjá um stefnumótun fyrir félagið á Akureyri. Við ætlum okkur að fá til liðs við okkur hóp af frábæru fólki til að skipuleggja, stjórna og taka þátt í þessu verkefni.

Framundan er spennandi vinna við stefnumótun og að draga upp framtíðarsýn fyrir skátafélagið Klakk. Mig langar að bjóða þér að taka þátt og leggja þitt lóð á vogarskálarnar við þessa vinnu.

Haldinn verður vinnufundur sunnudaginn 24. nóvember í Útilífsmiðstöðinni að Hömrum. Við byrjum kl. 12:00 Þá er ætlunin að fara í ákveðna greiningarvinnu (SVÓT) til að átta okkur á stöðu lykilþátta í starfsemi okkar og fara síðan í framtíðarsýn félagsins ofl.

Vertu með í að móta framtíðina.

Vinsamlegast láttu sem fyrst vita um hvort þú hefur tök á að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur, helst eigi síðar en nk. fimmtudaginn 21 . nóvember. Hægt er að skrá sig með því annaðhvort með því að skrá sig í skráningarkerfinu www.skatar.is/vidburdaskraning, hringja í síma 862-4593 eða senda tölvupóst ámaggaogari(hjá)simnet.is

 

Með skátakveðju

Margrét Th. Aðalgeirsdóttir,

Félagsforingi  Skf. Klakks