Kennsla

Hér að neðan er margvíslegur fróðleikur og gagnlegar upplýsingar um notkun á vefumsjónarkerfinu, leiðbeiningar um skrif, myndvinnslu og fleira,  sem mikilvægt er að starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar og aðrir sem að verkefninu koma kynni sér til hlýtar.  Þessi vinna tengist verkefninu Upplýsinga- og samskiptaheimar skáta.

Vefsíður:

Almenn kynningarsíða >>>  www.skatarnir.is

Upplýsinga og samskiptasíða >>>  www.skatamal.is

Dagskrárvefurinn  >>> Notendahandbók

Samskiptavefir: Notum eins og er nær eingöngu Facebook >>>  https://www.facebook.com/skatarnir

Verklag

Þriðjudagspósturinn

Þegar Þriðjudagspóstur er sendur út skal framkvæma eftirfarandi:

 • Búa til nýja færslu á Skátamál með tengli á nýjasta tölublað – setja þá færslu í efnisflokkinn „Tilkynningar“.
 • Bæta tölublaðinu við í listann á síðu Þriðjudagspóstsins undir „SAMSKIPTI“.
Verklag og leiðbeiningar

Verklag og leiðbeiningar

Efni og skrif

Að beiðni starfsmanna Skátamiðstöðvar settum við saman leiðbeiningar um fréttaskrif.

 

Við höfum það að markmiði okkar að búa til aðgengilega, auðlesna og notendavæna vefi. Til þess að það takist þurfa textasmiðir, hönnuðir og forritarar að leggjast á eitt við að setja sig í fótspor notandans og útbúa einfaldan og góðan vef.

Við þurfum að vera áhugaverð og skemmtileg. Áhugaverðar fyrirsagnir, en jafnfram lýsandi. Aðalatriði í inngangi og lýsandi myndatextar. Semsagt ekkert nýtt – bara sama gamla krafan um að vera fullkomin og skemmtileg.

Textasmiðir þurfa að hafa að leiðarljósi í öllum sínum skrifum að skrifa vandað, einfalt og auðlesið mál.  Þó við séum landssamtök þá þurfum við alls ekki að skrifa eitthvert stofnanamál. Við erum æskulýðshreyfing og við getum því leyft okkur mun léttara mál en formlegri landssamtök.

 • Rétta notkun á tungumálinu.
 • Vandað málfar.
 • Stuttar og einfaldar setningar.
 • Hnitmiðað orðaval.
 • Notkun íslenska nýyrða fremur en erlendra tökuorða.

Við skulum varast óbeina orðaröð og flókið mál sem oft einkennir formlegt málsnið. Stuttar setningar eru oftast skiljanlegri en lengri setningar og einnig hættir fólki frekar til að gera villur í löngum setningum en stuttum.

Textasmiðir ættu að reyna að tileinka sér vinalegan og hlutlausan tón. Við tölum af virðingu til lesenda okkar og högum máli okkar þannig að við særum ekki né tölum niðrandi til einstaklinga. Högum orðavali á þann hátt að tungutakið verði ekki of þungt eða flókið. Best af öllu er að styðjast við einfalt og gott ritmál sem allir skilja. Höldum skrúði og flækjum í lágmarki.

Til flókins málfars telst til dæmis:

 • Flóknar beygingar.
 • Sjaldgæf og sérhæfð orð.
 • Löng orð og langar orðarunur.
 • Skammstafanir.
 • Íðmál.
 • Auka- og innskotssetningar.

Við viljum að sjálfsögðu fá inn ferskt og nýtt efni, en ef því verður komið við er gott að fá einhvern til að lesa texta yfir fyrir birtingu.

Tæknileg atriði og leiðbeiningar

Stærðir mynda

Mikilvægt er að fylgja vandlega leiðbeiningum um stærðir mynda til þess að myndefnið sé í viðeigandi stærð og njóti sín best. Ráðlagt er að nota Photoshop eða sambærilegt verkfæri við myndvinnslu.

:: Skoða leiðbeiningar um stærðir mynda

Leturstærðir

Fylgið ávallt eftirfarandi leiðbeiningum um val á leturstærð og munið eftir að velja viðeigandi hliðarstiku (sidebar). Við notum:

 • Efnisgrein fyrir almennan texta
 • Fyrirsögn 4 fyrir millifyrirsagnir
 • Fyrirsögn 6 fyrir inngangstexta og krækjur

skatamal-leturmedferd

Newspaper-þemað

Það þema/stílsnið sem við erum að nota fyrir Skátamál.is heitir Newspaper. Hér að neðan eru krækjur á gagnlegar upplýsingar varðandi Newspaper.

:: Skoða handbók
:: Skoða um virkni Newspaper

Gagnlegar vefsíður

Hér að neðan eru krækjur á vefsíður sem fróðlegt er að kynna sér í tengslum við notkun á WordPress, ýmsar nýjungar og hægt að leita svara við fjölmörgum spurningum.

WordPress.org: Hin „opinbera” WordPress-síða með miklu innihaldi af gagnlegum upplýsingum.

WordPress.org – kennsla: Mjög góðar leiðbeiningar um öll lykilatriði varðandi notkun á WordPress.

wpmudev: Frábærlega áhugaverð síða með miklum magni af upplýsingum um viðbótarforrit (plugins) og fleira og fleira.

Kennslumyndbönd á YouTube: Það eru þúsundir myndbanda á YouTube sem gagnlegt er að skoða. Hér er dæmi um vefslóð á slíkt efni. Hafðu bara í huga að það efni sem mest hefur verið skoðað er líklegast til að vera það besta og gott er líka að taka eftir dagsetningum – efni sem nýjast er er líklegast til að eiga við þá útgáfu af WordPress sem við erum að nota.

Facebook

Vefsíður skátafélaga: Nýlega fór í loftið Facebook-hópur sem hefur það að markmiði að vera samfélag fyrir skáta og skátafélög sem eru að innleiða WordPress-vefumsjónarkerfið. Það gæti verið gagnlegt fyrir þig að vera með í þeim hópi.

WordPress Ísland: Þessi hópur hefur reynst mjög gagnlegur. Þátttakendur eru af öllum getustigum og þarna er póstað inn fyrirspurnum og fróðleik um allt á milli himins og jarðar. Skráðu þig endilega þarna inn og vertu með!

Af hverju WordPress?

Mundu að þú getur eiginlega ekki skemmt neitt! Kerfið er þannig stillt að það tekur sjálfkrafa afrit af öllu efni á nokkurra sekúndna fresti. Það er því alltaf hægt að bakka í eldri útgáfu af hverju skjali og hverri færslu.

Sú leið sem stjórn BÍS ákvað að fara varðandi val á vefumsjónarkerfi byggðist á vandaðri skoðun á þeim kerfum sem í boði voru og við valið var haft að leiðarljósi að taka í notkun kerfi sem væri með mikla útbreiðslu, væri aðgengilegt fyrir umsjónarfólk, krefðist ekki mikillar tækniþekkingar og að stofn- og rekstrarkostnaður væri í lágmarki. Fljótlega bárust böndin að opnum kerfum á borð við Joomla, Drupal og WordPress og var að lokum ákveðið að velja WordPress, m.a. vegna þess hve þekking á notkun þess kerfis hefur náð mikilli og almennri útbreiðslu hérlendis á síðustu misserum.

Fróðleiksmolar um WordPress

WordPress vefumsjónarkerfið er útbreiddasta vefumsjónarkerfi (Content Management System) heims (Heimild: W3TECHS 07.01.2014 –Skoða).

Margar ástæður eru fyrir vinsældum WordPress, þeirra á meðal þessar:

 • Vefumsjónarkerfið er ókeypis. Notandinn þarf því ekki að leggja út í umtalsverðan stofnkostnað né að greiða mánaðarleg gjöld fyrir afnot af kerfinu.
 • WordPress er mjög notendavænt og ekki þarf sértæka þekkingu til þess að annast um uppfærslur, innsetningu efnis og daglegt viðhald. Margir notendur kjósa þó að fá sérfræðiaðstoð í upphafi frá aðilum eins og Kontent sem aðstoða við þarfagreiningu, skipulag og uppsetningu á grunnsíðum og útliti en að því loknu geta notendur annast sín mál sjálfir.
 • Öll virkni WordPress sem snýr að leitarvélabestun er afar fullkomin og aðgengileg. Þetta skiptir mjög miklu máli því þegar öllu er á botnin hvolft skiptir mestu máli að vefsíðan komi upp í niðurstöðum leitarvéla. Það er því ekki þörf á að kaupa að dýra sérfræðiþjónustu við leitarvélabestun.
 • Tengingar við samfélagsmiðla svo sem Facebook, Twitter og Google+ eru mjög aðgengilegar í gegnum WordPress vefumsjónarkerfið. Þetta er afar mikilvægt því samþætting vefsíðu við einn eða fleiri samfélagsmiðla skiptir sköpum fyrir þá sem vilja ná verulegum árangri í sýnileika á netinu.
 • Margvísleg viðbótarvirkni (plugins) er fáanleg inn í WordPress vefumsjónarkerfið og skipta þessar lausnir þúsundum og eru flestar þeirra í boði án endurgjalds. Það er ekki óalgengt að sérsniðnar veflausnir bjóði upp á viðbótarvirkni svo sem auglýsingabirtingar, myndbönd, póstlista, starfsmannalista, fréttakerfi, fyrirspurnarkerfi og fleira.