Senn nálgast jólin og á mánudaginn er komið að jólaendurfundunum okkar.

Eins og venja er verður boðið upp á jólagraut, síld og fleira góðgæti.

Upplestur úr jólabókaflóðinu verður á sínum stað og að þessu sinni er það Kristín Steinsdóttir sem kemur og les upp úr bók sinni, Vonarlandið.

Húsið opnar kl. 11:30 og dagskrá hefst kl. 12:00

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Kveðja, Undirbúningshópurinn