Í október hittust tuttugu skáta sem fóru saman á Alheimsmót skáta í Kanda 1983 eða fyrir þrjátíu árum síðan.

Mættu skátarnir með minjagripi og myndir frá mótinu og ótrúlegu rútuferðunum sem voru fyrir og eftir mót. Flestir mættu með myndaalbúmin sýn þar sem í þá daga voru filmur í myndavélunum:-)

Mesta lukku vakti þó myndslæðusýning (slæds) Ingimars Eydal. Þetta mót var einstakt að því leit að þarna voru stúlkur í fyrsta sinn þátttakendur á mótinu. En á mótinu sem var á undan eða í Noregi 1975 þá voru konur fyrst í vinnubúðum.

Á mótinu í Kanada voru 15.600 þátttakendur frá 102 löndum og mig minnir að stúlkurnar haf verið um 700. Íslensku stúlkurnar fengu fína athygli. Einstaklega ánægjulegt var að hittast eftir svona mörg ár, hópurinn skemmti sér konunglega við að rifja upp sögurnar frá þessu skemmtilega móti. Komin er hópur á smettisskrudduni eða Facebook og eru 50 skráðir í þann hóp.