– Við erum búin að sjá mikið af landinu með þátttöku í mótinu, en við viljum skoða meira, segja þrír skátar á heimsmóti fyrir 18 – 25 ára sem nú er að ljúka á Úlfljótsvatni. Þau lágu yfir Íslandkorti og voru að plana hvert þau myndu fara að mótinu loknu á bílaleigubíl sem þau voru búin að bóka.

– Já, við erum búin að skoða SafeTravel og látum vita af okkur, sögðu þau og notuðu tækifærið til að pumpa Íslendinginn um hvernig aka ætti yfir ár, en höfðu reynslu af akstri á malarvegum og voru könnuðust við umferðarskiltið >einbreið brú< þó þau væru ekki búin að ná framburðinum.

Linda Björk Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri skráning og ferðaskrifstofu Moot,  hefur verið að bóka skáta og ferðir og leiðbeina þeim.  Hús segist finna segist finna mikinn áhuga meðal skáta á að upplifa Ísland. Þeir séu ferðaglaðir og vilja sjá sem mest.

Við skipulagningu mótsins var gert ráð fyrir að þátttakendur myndu dvelja á landinu að meðaltali í um 3 vikur og þá á eigin vegum stóran hluta dvalar sinnar. Excel-spádómsmenn hafa áætlað að mótið og ferðir skátanna á eigin vegum skili yfir tveimur milljörðum í gjaldeyristekjur og þar af fer aðeins fjórðungur í beinan kostnað vegna mótsins, þannig að ljóst er að þjóðarbúið í heild nýtur góðs af því að heimsmótið var haldið hér á landi.