Vegna breyttra áherslna í rekstri Skátamiðstöðvarinnar vegna yfirvofandi 30% niðurskurðar af fjárlögum var hluta starfsmanna tilkynnt um væntanlegar breytingar á þeirra starfssviði.

Í því er falið breytt starfssvið og meira ábyrgðarsvið. Starfsmönnum var gefið færi á því að samþykkja breyttar starfslýsingar. Ingibjörg Hannesdóttir ákvað að taka ekki því tilboði og var því gert samkomulag um starfslok. Síðasti vinnudagur hennar var 31. október og hún hefur nú horfið til annarra starfa. Starfssvið hennar færist tímabundið til Dagbjartar Brynjarsdóttur.

Mikill árangur hefur náðst í því fræðsluátaki sem skátahreyfingin hefur staðið fyrir undanfarin ár og Ingibjörg meðal annarra góðra skáta lagt þar hönd á plóg. Ég bendi ykkur á grein á linknumhttp://skatamal.is/anaegd-med-arangurinn/  á skatamal.is í því samhengi.

Ingibjörgu er þakkað fyrir vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar sl. tvö ár og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Breyttar áherslur í starfsmannamálum verða kynntar síðar. Þeir sem eru með frekari fyrirspurnir um þetta mál er bent á að hafa samband við undirritaðan.

Með skátakveðju, Hermann Sigurðsson