i-lead, ný leiðtogafræðsla

WAGGGS, heimssamtök kvennskáta, hefur sett af stað leiðtogafræðslu á netinu sem nefnist “i-lead”, einstakan, skemmtilegan og hnitmiðaða þjálfun sem er í boði í gegnum verðlaunað e-learning tæki GLOW (Global learning online through WAGGGS). i-lead er partur af UPS foundation og WAGGGS með það að markmiði að bjóða leiðtogaþjálfun fyrir alla. Þjálfunin er útbúin af sérfræðingum í leiðtogafræðum, námskeiðið er frítt, opið öllum, á netinu og er mjög sveigjanlegt. Allir eldri en 16 ára geta tekið þátt.

Hægt er að nálgast i-lead á GLOW á http://glow.wagggs.org

i-lead er skipt í fimm stigvaxandi flokka. Hver flokkur inniheldur sjö 20 mínútna námskeið sem notandinn stjórnar sjálfur og getur gert á þeim hraða og þeim stað sem hann velur sér. Þátttakendur læra um samskipti, leiðtogafræði og hvatningastjórnun. Einnig er hægt að  taka þáttt í umræðum með öðrum sem eru að fara í gegnum námskeiðið hvar sem er í heiminum.

Þjálfunin fer fram á ensku.

Hvað geta þátttakendur vænst að hafa lært að loknu námskeiði?

 • skilning á leiðtogafræði
 • Nothæfar leiðtoga lausnir sem nýtast í starfi og til eigin þroska
 • Heimssýn á leiðtogan
 • Þátttöku og samskiptanet þátttakenda sem hafa lokið þjálfuninni.

Hvernig geta tekið þátt?

 • Þú þarft ekki að fara leiðtogi, þú þarft að hafa áhuga á að auka þekkingu á sviði leiðtogafræðslu
 • Þú getur verið karlkyns eða kvennkyns
 • Þú þarft að tala og skilja Ensku, Frönsku eða Spænsku
 • Þú þarft að vera 16 ára eða eldri og hafa aðgang að netinu.

Skráðu þig og takt þátt í i-lead í fimm einföldum skrefum

 • Farðu á http://glow.wagggs.org
 • Skráðu þig í i-lead
 • Kláraðu 20 mínútna námskeið í flokki 1: i-Discover, hvenær sem þér hentar.
 • Taktu þátt í umræðum annara þátttakenda
 • Fáðu merkið þitt og haltu áfram í flokk 2.

Þetta er frábært tækifæri til að sýna ungu fólki hvernig þau geta grætt á þátttöku í skátunum og hjálpað hreyfingunni við að vaxa. Kynnið þetta sem víðast!

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar