Landnemamót er skátamót sem haldið er í Viðey, ár hvert, fyrir alla fálkaskáta og eldri á landinu. Að þessu sinni voru það hátt í 100 skátar frá um 15 félögum sem tóku þátt í mótinu.
Dansað á bryggjuballinu…

Fótboltamótið, víkingaleikarnir, langeldurinn og kvöldvakan voru að sjálfsögðu á sínum stað en hápunktur helgarinnar var að dansa á bryggjuballinu við tóna frá Dj Mörtu Skátahöfðingja.

Þema mótsins í ár var heimsborgari og fengu þátttakendurnir að fara hringin í kringum jörðina á einna helgi. Þeir fengu að elda elda framandi mat, fara í jóga, ferðast til mismunandi landa í Ticket to Ride og taka þátt í heimsborgara pop-quizinu á Jonna bita svo eitthvað sé nefnt.

Hér má heyra mótslagið í ár.

Myndir: Halldór Valberg