Sjöundi var Hurðaskellir,
– sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér vænan dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði
hjörunum í.  

Jóhannes úr Kötlum

 

Hurðaskellir kom í nótt með nýjan Nóra fyrir skátahreyfinguna. Þeir sem eru með aðgang ættu endilega að nýta sér jólin til að skoða og prufa og læra á nýjan Nóra.

Breytingin fyrir foreldra/forráðamenn er lítil og því ætti hún ekki að hafa áhrif á þeirra notkun.

Nóri er félagatal og viðburðaskráningarkerfi sem við notum til skráninga fyrir þátttakendur og sjálfboðaliða.

Við starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar munum aðstoða ykkur eftir bestu getu en við eru líka að læra…

 

Helsta breytingin er sú að nú er einn vefur hvort sem þú ert starfsmaður eða þátttakandi/forráðamaður. Það fara því allir inn á skatar.felog.is og skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

DMS uppfærsla var send út fyrir helgi og þurfa allir að hlaða henni niður sem hafa aðgang að DMS. Þar helst lykilorð óbreytt en notendanafn verður kennitala.

 

Gangi ykkur vel með nýjan vef.

 

:: Hér má finna handbók Greiðslumiðlunar fyrir Nora 2