Hugarflug fyrir Skátaþing

Félagsforingjar landsins hittust í gær í Skátamiðstöðinni og fóru yfir það sem er efst á baugi hjá skátunum og þar var heldur betur af nægu að taka. Umræðan spannaði frá starfi í sveitum og félögum til alþjóðlegra skátamót; frá lagabreytingum til ímyndarmála. Þá var flogið hátt í hugmyndavinnu fyrir Skátaþing. Góð mæting var og frá flestum félögum mætti félagsforingi og oft við annan stjórnarmann.

Stórviðburðir framundan

Mörg skátamót eru framundan og var veitt innsýn í undirbúning þeirra: Landsmót skáta á Akureyri í sumar, heimsmót skáta í Japan á næsta ári og World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi árið 2017.

Á Úlfljótsvatni hefur átt sér stað mikil uppbygging og var sagt frá henni. Hluti af uppbyggingu tengist því beint að geta haldið Word Scout Moot eftir þrjú ár. Við munum segja nánar frá uppbyggingunni á Úlfljótsvatni hér á Skátamálum næstu daga.

Skundum á þing og stengjum vor heit

Undirbúningur skátaþings var einnig á dagskrá og voru markmiðsáherslur lagabreytingavinnunnar kynntar. Á skátaþingi verður einnig fjallað um skátaheitið, en töluverð umræða er um það í skátahreyfingunni þessa dagana. Sjá nánar hér

Rætt var um barnaverndarmál og hvernig skátar tryggja best að þau mál séu í lagi. Kynntar voru kröfur sem eru í gildi og hvernig viðbragðsáætlun skáta getur komið félagsforingjum vel.

Stjórn BÍS og félagsforingjar á fundi á laugardag

Stjórn BÍS og félagsforingjar á fundi á laugardag

 

Grænir skátar og ímyndarskátar

Kynning var á starfsemi Grænna skáta, Tjaldaleigu og Endurvinnslunni. Áhersla var á hvernig skátafélögin geti nýtt sér þessa stuðnings og fjáröflunarstarfsemi skáta.

Ímyndarmál, ásýnd skáta og nýir vefir voru kynntir, bæði í fyrirlestri og einnig voru félagar úr vefhópi BÍS með opið hús í hádeginu og fengu margar góðar ábendingar.

Stuðningur við skátafélögin

Málefni skátafélaganna voru vissulega einnig á dagskrá og var rætt um hvernig stuðningi við þau væri best háttað. Félagsforingi Klakks Akureyri kynnti stefnumótun félagsins og sveitarforingjar fálkaskáta í Vífli og drekaskáta í Mosverjum kynntu okkur starf sitt.

Sagt var frá góðri uppbyggingu á Gilwell þjálfunarinnar, en aðsókn á þau námskeið hefur farið fram úr björtustu vonum. Þá var umræða um þróun rekka, róver- og sjálfboðastarfs.

Fyrir fundinn var fulltrúum skátafélaganna boðið að vera með kynningar á áhugaverðum viðfangsefnum sínum á fundinum. Guðmundur Björnsson kynnti áhugaverða nálgun „án ummerkja“ (Leave no trace) hugmyndafræðinnar í umhverfisvernd og ferðatilhögun. Unnsteinn Jóhannsson sagði frá Evrópu-viku gegn kynþáttamisrétti og „No hate speach movement“ dagskránni. Una Guðlaug Sveinsdóttir formaður starfshóps um ungmennalýðræði sagði frá mjög áhugaverðri vinnu starfshópsins og væntanlegum niðurstöðum hans.

Góð mæting frá félögunum.

Góð mæting frá félögunum.

 

Mikið hugarflug í Póstkassanum

Í lokin kynnti Benjamín Axel Árnason formaður upplýsingaráðs niðurstöður úr „Póstkassakönnun“ fundarins um áhugaverð þemu fyrir komandi Skátaþing og dagskrár hugmyndir fyrir vinnusmiðjur á þinginu. Það vantaði ekkert upp á hugmyndaflug þátttakenda því alls bárust 11 hugmyndir að þema eða yfirskrift þingsins og yfir 30 hugmyndir að málefnum til umræðu á vinnustofum þingsins.

Hugmyndir að þema eða yfirskrift Skátaþings 2014

• Allir skátar eru náttúruvinir

• Nútímavædd hreyfing í fjölbreyttu samfélagi

• Skátahreyfingin – stærsta friðarhreyfing í heimi

• Faglegt starf í fjölbreyttu samfélagi

• Gamall grunnur – lifandi gildi

• Fögnum fjölbreytileikanum

• Skátastarf fyrir fjölbreytt fólk

• Áfram – enn lengra!

• Hærra, upp til stjarnanna!

• Skátalíf er útilíf

• Hvernig getur stjórn BÍS stutt betur við skátafélögin?

 

Hugmyndir að vinnusmiðjum á Skátaþingi 2014

• Vinnustofa þar sem hægt verði að „ræða“ hvort landsmót eigi að vera á tveggja, þriggja eða fjögurra ára fresti og hvar.

• Einkenni fyrir skátaflokka í tengslum við þema landsmótsins.

• Hvernig geta skátar verið grænni?

• Hvenær er skátastarf afþreying og hvenær er skátastarf uppeldi?

• Er minnihlutinn svo lítill að hann skiptir ekki máli?

• Nýr skátabúningur

• Foringjanámskeið fyrir 13-18 ára

• Íþróttafélag ÚSÚ

• Útbúnaðarleiga

• Samstarfsfélög, ÆV, SL o.fl. – hvað og hvernig

• „Lets talk about sex“ – málstofa um kyn og skátastarf.

­ Kynjahlutfall

­ Dagskrá

• Skipulögð þankahríð fyrir „Change“ (WSM 2017)

• Er skátastarf fyrir alla? Rökræður/panell (með ekki-skáta, skátum o.s.frv.)

• WOSM og WAGGGS – hverjar eru reglur sem BÍS þarf að uppfylla

• Vinnuhópur um hvernig staðið er að kynningu á skátastarfi í skátasveitum fyrir þá foringja og stjórnarmenn sem eru ekki sveitarforingjar. Markmiðið yrði að fólk þyrfti ekki að lesa fimm bækur til að vita hvað er skátastarf í dag og ekki klukkutíma samtal heldur námskeið í skátun, kannski dagur eða tveir.

• Skátar og náttúran

• Skátalíf er útilíf

• Foringjanámskeið önnur en Gilwell

• Ferðafélag skáta

• Dagsferðir skáta

• Námskeið fyrir skáta

• Skátaútilegur

• Rekstrarsamningar skátafélaga

• Fararstjórn

• Skátaskyrtan

­ Úrelt eða awesome?

­ Morfís-style ræðukeppni

• Eru skátar náttúruvinir? Málþing

• Dagskrá sem snýr að skátunum og þeirra starfi

­ Hugmyndasmiðjur fyrir sveitarforingja

• Trello kynning

• Vinnustofur með virkri þátttöku frekar en fyrirlestrar

• Skátakveðjur – fánakveðjan, úrelt?

• Suðvesturhornið vs landsbyggðin – á að halda alla viðburði á suðvesturhorninu eða dreifa þeim jafnt yfir landið?

­ Niðurgreiðslur á ferðakostnaði í þessu samhengi

Ábendingar vegna Skátaþings 2014;

• Skátaþing 2014; Skipulag, gleði, samvinna, uppbyggilegt, fræðsla, við erum öll eitt, eitthvað fyrir alla.

• Hafa þráðlaust net á þinginu!

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar