Hróp, hlátur og handasveiflur

Skagamenn
„Þetta fór framar björtustu vonum“ sagði Björn Hilmarsson, en hann var einn leiðbeinenda á fræðslukvöldi í gærkvöldi þar sem kennd voru öll helstu trixin í kvöldvöku- og varðeldastjórnun. „Stemmningin var frábær og þátttakan kom okkur skemmtilega á óvart en 40 skátar mættu til leiks.  Gaman var að sjá hvað vel var mætt frá félögum frá nágrenni Reykjavíkur svo sem Hveragerði, Selfossi, Reykjanesbæ og afar glæsilegur hópur frá Akranesi mætti á svæðið í miklu stuði“ sagði Björn sem var mjög ánægður með hvernig til tókst.

Varðeldastjórar framtíðarinnar æfðu handahreyfingarnar

Dagskrá hófst kl. 19:30 með umfjöllun um þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við undirbúning, skipulag og stjórnun á kvöldvökum og stærri varðeldum og var fræðslan reglulega brotin upp með söng og sprelli. Að formlegri fræðslu lokinni var svo slegið upp myndarlegri kvöldvöku þar sem þátttakendur fengu að spreyta sig á að stjórna og auðvitað að æfa hinar margfrægu handasveiflur sem þeir Björn og Gunnar Atlason eru landsfrægir fyrir.

Það þýðir ekkert annað en að stýra þessu almennilega og slá taktinn með stórum og myndarlegum handarhreyfingum“ sagði Gunnar sem leiðbeindi með Birni. „Ég er sannfærður um að í þessum hópi er glæsilegur efniviður í varðeldastjóra framtíðarinnar og það kæmi mér ekki á óvart að við sæjum sum þeirra á sviði strax á næsta landsmóti“ bætti Gunnar við. „Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og ég lærði mjög mikið“ sagði Steinunn frá Selfossi, „mér fannst líka frábært að fá félaga úr Bræðrabandinu í undirleikinn þótt ég hafi verið örlítið feimin við að að stjórna þeim líka“.

Nýja vefsíðan skilar sér í betri kynningu

Ingibjörg fræðslustjóri hélt utan um verkefnið og var sátt við kvöldið. „Ég er mjög ánægð með hvað það hefur orðið mikil aukning í þátttöku á fræðslukvöldum í vetur, enda aðeins færustu sérfræðingar að bjóða fram reynslu sína og þekkingu.  Í kvöld var metaðsókn, enda strákarnir frábærir og þátttakendur mjög vel með á nótunum. Í undirbúningnum upplifði ég svo sannarlega hvað nýja vefsíðan okkar og samspil hennar við Facebook hjálpaði mikið til við kynninguna á þessum viðburði og það hefur örugglega átt sinn þátt í góðri þátttöku“.

„Láttu nú hendurnar hraðara ganga, hreyfðu nú á þér skankana langa, dúddelí dú...”

„Láttu nú hendurnar hraðara ganga, hreyfðu nú á þér skankana langa, dúddelí dú…”

Nauðsynlegt að varðeldastjórar hafi danssporin á hreinu!

Nauðsynlegt að varðeldastjórar hafi danssporin á hreinu!

Skyldi þetta vera arftaki Gunna Atla sem hér horfir með athygli á lærimeistarann?

Skyldi þetta vera arftaki Gunna Atla sem hér horfir með athygli á lærimeistarann?

Þessi þátttakandi var ekki í vandræðum með að fá alla með sér í "Líkar þér við minn fjórfætta vin".

Þessi verðandi varðeldastjóri var ekki í vandræðum með að fá alla með sér í „Líkar þér við minn fjórfætta vin“.

Lög og textar bókstaflega lýstu Bjössa Hilmars upp þetta kvöld.

Lög og textar bókstaflega lýstu Bjössa Hilmars upp þetta kvöld.

Takturinn sleginn og handasveiflurnar að ná flugi.

Takturinn sleginn og handasveiflurnar að ná flugi.

Nokkrar skvísur úr Skátakórnum létu sig ekki vanta í fjörið.

Nokkrar skvísur úr Skátakórnum létu sig ekki vanta í fjörið.

Hinir upprunalegu „Bee Gees” báru uppi dagskránna, Björn, Guðmundur og Gunnar - samtals u.þ.b. 150 ára reynsla hér á ferð!

Hinir upprunalegu „Bee Gees” báru uppi dagskránna, Björn, Guðmundur og Gunnar – samtals u.þ.b. 150 ára reynsla hér á ferð!

 

 

 

 

 

 

 

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar