Hitað upp fyrir Skátaflokk Íslands

Þeir sem vilja undirbúa sig fyrir keppnina Skátaflokkur Íslands gefst nú einstakt tækifæri til þess. Á fimmtudag er boðið til fræðslukvölds þar sem skátaforingjar verða búnir undir keppnisgreinarnar og gerðir að fyrirtaks þjálfurum sem hvetja skátana sína áfram.

Enginn á varamannabekknum

Keppnin um Skátaflokk Íslands er hluti af Landsmóti skáta, en þar munu allir skátaflokkar á Íslandi og margir flokkar erlendra skáta eiga saman ógleymanlega viku. Sambúðin verður að sjálfsögðu í mestu vinsemd að hætti skáta, en það skaðar þó ekki að kynda upp örlita samkeppni og stemningu. „Skátaflokkur Íslands er leikvangur heiðarlegrar samkeppni þar sem skátaflokkarnir keppa í fjölbreyttum greinum,“ segir Inga Auðbjörg, dagskrárstjóri Landsmótsins, en það er dagskrárteymi Landsmótsins sem stendur fyrir fræðslukvöldinu.

Í skátastarfi eru engir varamannabekkir og keppnin um Skátaflokk Íslands tekur mið af því. Keppnisgreinar eiga að höfða til allra skáta og spanna þær allt frá forritun til súrrunar, eins og sjá má í dagskrárbæklingi um Skátaflokk Íslands >> Skoð‘ann

Þjálfun fyrir bestu skátaforingjana

Skátaflokkarnir eiga að sjálfsögðu að undirbúa sig vel fyrir keppnina með því að vinna æfingaverkefni. Þeir eiga að fá góðan stuðning frá skátaforingja sínum og er fræðslukvöldið hugsað til að undirbúa þá sem best til þess að styðja við skátana sína. „Sá sem er foringi Skátaflokks Íslands hlýtur þá að vera Skátaforingi Ísland,“ segir Inga Auðbjörg.

Fræðslukvöldið verður haldið fimmtudaginn 20. febrúar í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ. Það hefst kl. 19:30 og stendur í tvo til þjá tíma.

Nánari upplýsingar:

ENGIN UMSÖGN

Skilja eftir svar