Skátafélagið Heiðabúar auglýsir eftir öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf starfsmanns félagsins starfsárið 2014 -2015.
Hæfniskröfur:
- Almenn tölvukunnátta
- Rík þjónustulund
- Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar
- Vandvirkni, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Hugmyndaauðgi og frumkvæði í starfi
- Reynsla af skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er mikill kostur en ekki skilyrði
- Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið eru eftirfarandi og skv. nánari starfslýsingu:
- Almenn skrifstofustörf og tölvuvinnsla
- Samskipti við skáta, foreldra
- Samskipti og stuðningur við stjórn og sveitarforingja félagsins
- Umsjón með viðburðum
- Ýmis tilfallandi störf, (tilgreint betur í starfssamningi)
- Þrif á Skátaheimil 1x í viku.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. november n.k. Vinnutími er að einhverju leyti síðdegis og á kvöldin og að einhverju leyti sveigjanlegur.
Einnig þarf starfsmaður að vera eithvað með síma.
Starfsumsókn skal berast á netfangið gaui54@gmail.com og skal henni fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Fyrirspurnir skulu berast á sama netfang.
Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2014