Kveðja frá Bandalagi íslenskra skáta

Gunnar var virkur í skátastarfinu í Keflavík í æsku og kom svo aftur til starfa á fullorðinsaldri þegar til hans var leitað og hann beðinn að taka að sér formennsku í stjórn Bandalags íslenskra skáta, en hann var skátahöfðingi á árunum 1988-1995.

Gunnar var drífandi og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér og sáust þess merki í starfi hans í stjórn BÍS.

Bandalag íslenskra skáta vill þakka Gunnari óeigingjarnt starf í þágu skátahreyfingarinnar og sendir fjölskyldunni samúðarkveðjur.

 

Bragi Björnsson

skátahöfðingi