Tólf skátar mættu í Klifurhúsið sl. sunnudagskvöld til að kynna sér grjótglímu.

22788946648_846bfd21f9_kFræðslukvöld nóvembermánaðar var með breyttu sniði í þetta sinn því þátttakendur mættu í Klifurhúsið, Ármúla 23, þar sem Elmar Orri Gunnarsson, Landnemi, tók á móti þeim. 30932278586_6723a77b31_k

Elmar kenndi þátttakendum grjótglímu, grunntækni og uppbyggingu æfinga. Þátttakendur fengu svo að takast á við klifurveggina eftir getu hvers og eins.

 

 

Berglind Lilja í Segli hafði þetta að segja um kvöldið:

Ég hef ekki skemmt mér svona vel í skátastarfi lengi og þetta minnir mann á að skátastarf er ekki alltaf bara fundarseta og leiðbeinendahlutverk. Auk þess var rosa gott að hreyfa sig og svitna smá í próflestrinum.

:: Hér má skoða skemmtilegar myndir sem Halldór Valberg tók þetta kvöld.