Fjáröflunarfyrirtæki Bandalags íslenskra skáta, Grænir skátar, vilja þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Reksturinn hefur gengið vel  og um er að ræða stærsta ár Grænna skáta frá upphafi.

Allur ágóði Grænna skáta rennur beint til uppbyggingar á Skátastarfi á Íslandi. Tekjulind Grænna skáta virkar þannig að viðskiptavinir okkar gefa Skátunum skilagjaldskyldar umbúðir og þeir flokka umbúðirnar í túrbótalningarvélinni sinni og skila til Endurvinnslunar. Ágóðinn rennur síðan beint í uppbyggingar á Skátastarfi á Íslandi.

Aukin þjónusta

Grænir skátar hafa safnað skilagjaldskyldum umbúðum frá 1989 og eru í dag með yfir 60 móttökustöðvar og eru með útibú á víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og eru stærstu útibúin á Sorpustöðvunum. Grænir skátar hafa sett sér það að markmiði að efla sína þjónustu og stefna að á árinu 2014  að fjölga útbúum um helming. Stefnt er á að setja söfnunargáma a allar helstu grenndarstöðvar á höfðuðborgarsvæðinu. Þannig geta viðskiptavinir Grænna skáta nýtt ferðina þegar farið er með annan úrgang í endurvinnslu.

Allra ávinningur

Það er ávinningur allra að gefa endurgjaldskyldar umbúðir til Skátana. Með því er verið að efla endurvinnslu á Íslandi, gefa ungu fólki tækifæri á að iðka þroskandi tómstundastarf hjá öflugu forvarnar- og æskulýðsssamtökum sem Skátarnir eru og stuðla að auknum atvinnutækifærum fyrir fatlaða, því nokkrir einstaklingar með skerta starfsgetu vinna hjá Grænum skátum segir Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta. Það er því margfaldur ávinningur af því að gefa.

Rekin að mestu með sjálfsaflafé

Landssamtökin Bandalag íslenskra skáta er að mestu rekin með sjálfsaflafé og því er rekstrareiningin Grænir skátar mikilvægur þáttur af starfssemi hennar. Allur hagnaður af rekstri Grænna skáta rennur beint til þess að styrkja skátastarfið. Rekstur Grænna skáta hefur lengi verið mikilvægasta fjáröflun Bandalags íslenskra skáta. Við höfum litið svo á að þetta sé okkar Lottósjóður segir Hermann og bendir á að Skátarnir eru ekki hluti af að Lottósjóðnum og þurfa því að treysta meira á sjálfsaflafé en önnur félagasamtök.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Sigurðsson, farsími 693-3836.

Meðfylgjandi með eru af skátum úr Skátafélaginu Mosverjum, Mosfellsbæ.

Ljósmyndari; Skátarnir