Haustið fer af stað af miklum krafti hjá Gilwell-skólanum. Helgina 26.-28. ágúst mættu 29 skátar á Sumar-Gilwell sem haldið var á Úlfljótsvatni og luku þar fyrri hlutanum af leiðtogaþjálfuninni ásamt því að upplifa, njóta og skemmta sér við tjaldbúðarstörf, taka þátt í “alvöru” varðeldi og sofa í tjaldi.

Sumar-Gilwell2015 Árið 2015 var í fyrsta sinn komið á móts við ævintýraþyrsta skáta sem vildu Gilwell “með gamla laginu” og sett saman námskeið þar sem tekist er á við áskoranir í tjaldbúð og náttúru, en þó fá alla þá fræðslu sem námskrá Gilwell-skólans gerir ráð fyrir. Það ár mættu 12 skátar og tókst helgin frábærlega þrátt fyrir að hópurinn hafi ekki verið stór.

Það var því mikil eftirvænting í 29 manna hópnum sem mætti austur á Úlfljótsvatn í ár til að vera með á Sumar-Gilwell. Skemmst er frá því að segja að helgin tókst enn betur en í fyrra og það voru kátir og vel fræddir skátar sem lögðu af stað í vetrarstarfið í sínum skátafélögum núna í september. “Það kom mér skemmtilega á óvart hve vel tókst til að blanda saman fræðslunni og upplifuninni. Og með því tókst okkur að skilja betur uppbygginguna og stígandann í starfi skátanna.” (Salka Guðmundsdóttir, Dúfa úr Mosverjum)

En hvað með þá sem ekki hafa tækifæri á að taka Sumar-Gilwell?gilwell-logo-250pix

Þeir hafa enn tækifæri til að hefja sína vegferð.

Þann 1. október fer nýr hópur af stað. Sá hópur fer hefðbundnu leiðina að skrefunum 5. Nú þegar hafa 20 skátar skráð sig og von er á fleirum.

Það má því með sanni segja að Gilwell-skólinn sé kominn á flug á þessu hausti.

Þegar árið verður tekið saman þá hafa hátt í 75 skátar hafið vegferðina.

Ætlar þú að vera einn af þeim?

Skráning stendur enn yfir fyrir 1. skrefið þann 1. október – smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

:: Lesa meira um Gilwell-leiðtogaþjálfun