Um helgina fór fram á Úlfljótsvatni 5. skref Gilwell-leiðtogaþjálfunar. En 5. skrefið er lokaskrefið og voru því 18 nýjir Gilwell-nemar útskrifaðir á sunnudeginum.

Leiðtogi í eigin lífi var yfirskrift námskeiðsins og unnu þátttakendur með það hvernig þau geta orðið betri leiðtogar og stjórnendur í sínu lífi og í sinni vegferð.

Ragnheiður E. Stefánsdóttir, Gilwellskáti og mannauðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, hélt fyrirlestur um Að finna leiðtogann í sjálfum sér. Jón Lárusson, Gilwellskáti og markþjálfi hélt líka fyrirlestur um Markþjálfun og skátastarf.

Auk þess komu aðrir leiðbeinendur Gilwell-skólans að námskeiðinu með fyrirlestrum og umræðum.

Eftir útskriftina s.l. sunnudag hafa 142 skátar lokið Gilwell-leiðtogaþjálfun frá fyrstu útskrift úr nýju kerfi í maí 2013.

Skátahreyfingin óskar þessu 18 skátum innilega til hamingju með áfangann.

 

Alexandra Dögg Viðarsd Berndsen, skátafélaginu Bjarma á Blönduósi
Andrea Dagbjört Pálsdóttir, skátafélaginu Mosverjum
Arnkell Ragnar Ragnarsson, skátafélaginu Fossbúum
Daði Björnsson, skátafélaginu Árbúum
Dagný Hjálmarsdóttir, skátafélaginu Borgarnesi
Guðjón Orri Sigurðarson, skátafélaginu Árbúum
Guðrún Sigtryggsdóttir, skátafélaginu Árbúum
Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, skátafélaginu Vífli
Haukur Örn Harðarson, skátafélaginu Mosverjum
Jóhanna Björg Másdóttir, skátafélaginu Kópum
Kristjana Sigurv. Sveinsdóttir, skátafélaginu Strók
Kolbrún Ósk Pétursdóttir, skátafélaginu Garðbúum
Magnús Geir Björnsson, skátafélaginu Klakki
Ragnhildur L Guðmundsdóttir, skátafélaginu Heiðabúum
Sonja Ósk Kristjánsdóttir, skátafélaginu Strók
Sæbjörg Lára Másdóttir, skátafélaginu Strók
Vilhjálmur Snær Ólason, skátafélaginu Strók
Þröstur Ríkarðsson, skátafélaginu Árbúum

:: Hér má lesa meira um Gilwell leiðtogaþjálfun

 

:: Hér má lesa um Sumar-Gilwell sem haldið verður í ágúst