World Scout Moot opnar dyr sínar fyrir skátum og almenningiSunnudaginn 30. júlí næstkomandi gefst gestum kostur á að upplifa það einstaka skátaævintýri sem nú stendur yfir því þá er á dagskrá sérstakur heimsóknardagur.

Svæðið opnar kl. 08:00 og er gestum velkomið að dvelja á svæðinu til kl. 17:00.

Fánar með merki mótsins. Ljósmynd: Nicolas Mercier

Það verður sérstaklega mikið um dýrðir þennan dag því þá munu ríflega 5.000 þátttakendur kynna land sitt og þjóð, menningu sína og annað sem hver og einn hópur vill miðla frá sínu landi til mótsgesta og annarra gesta.

Sérstaklega er vakin athygli á því að um þetta mót gilda aðrar reglur en við íslenskir skátar eigum að venjast, til dæmis sú að mótssvæðið er lokað meðan á mótinu stendur, ef frá er talin þessi sérstaki heimsóknardagur á milli kl. 08:00-17:00.

Nauðsynlegt er fyrir gesti að kaupa sér miða á svæðið. Aðeins 500 gestamiðar eru í boði og hefur sala gengið mjög vel til þessa. Það er því ekki hægt að reiða sig á að kaupa miða á mótsstað heldur er betra að tryggja sér miða á miðasöluvef mótsins: http://travel.worldscoutmoot.is/en/day-visitor-ticket/

Aðgangur fyrir fullorðna gesti kostar kr. 3.500, 6-18 ára greiða kr. 1.750 en frítt fyrir börn undir sex ára aldri. Innfalið í aðgangsmiða er klútur, gestakort og upplýsingabók.

Frá setningarathöfn mótsins í Laugardalshöll. Ljósmynd: Björn Larsson