Margt er framundan í fræðslumálum. Sumarnámskeið skátafélaganna kalla á fræðslu fyrir stjórnendur og starfsfólk, en einnig er verið að fræða sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Lítum á dagatalið okkar (smellið á námskeiðið til að fá frekari upplýsingar):

17. maí                 Verndum þau námskeið hjá KFUM&K

19. maí                 Verndum þau námskeið í Skátamiðstöðinni

21.-22. maí         Skyndihjálparnámskeið fyrir rekkaskáta og eldri í Skátamiðstöðinni

24. maí                 Nóra námskeið í Skátamiðstöðinni

28.-29. maí         Gilwell-leiðtogaþjálfun, 5.skref á Úlfljótsvatni

6.-7. júní              Námskeið fyrir stjórnendur sumarnámskeiða í Skátamiðstöðinni

6.-8. júní              Námskeið fyrir starfsfólk sumarnámskeiða í Skátamiðstöðinni

8. júní                   Verndum þau námskeið í Skátamiðstöðinni

Það er því nokkuð ljóst að við verðum öll fróðari þegar skátamótasumarið gengur í garð.

Frekari upplýsingar gefur Dagga í Skátamiðstöðinni í netfangi dagga@skatar.is eða í síma 550-9806.