Skátaaðferðarfræðsla og námskeið til uppbyggingar skátastarfs

forsidumynd fraedsla
Skátamiðstöðin býður skátafélögum og sjálfboðaliðum í skátastarfi upp á fjölda kvöld- eða dagnámskeiða til stuðnings skátastarfi og starfsgrunni skátastarfs. Námskeiðin fara ýmist fram í Skátamiðstöðinni eða skátafélögununum. Þau eru öll frábær endurmenntun fyrir starfandi sveitarforingja, leiðtoga og sjálfboðaliða í skátastarfi og geta auk þess aðstoðað við að greina stöðu skátafélagsins, stilla saman strengi og geta gert gott skátastarf enn betra og um leið orðið hverjum og einum þátttakanda til gagns og gert hann að öflugri leiðtoga í eigin lífi.

 

skataadferdin_logo_an undirtexta_orange

 

Til stuðnings uppbyggingu skátastarfsins býður Skátamiðstöðin  nú upp á stutt hnitmiðuð námskeið sem hægt er að fá heim í skátafélagið fyrir félagsráð eða foringjaráð félaganna.

Einnig er hægt að hlaða niður kynningum, bæði sem PDF og Power – point *  (utan nr. 4 sem er í PDF og Prezi formi)

Þær eru í eftirfarandi efnisflokkum:

 

1. Skátaaðferðin – sækja kynningu PDF hér::  og  PP hér::

2. Flokkakerfið – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

3. Sveitarráð og störf þess – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

4. Dagskrárhringurinn (prezi – kynning) – sækja link hér:: og kynningu PDF hér::

–  Dagskrárhringurinn skýringar einu blaði ::Skipulag funda – sýnishorn ::  – Lýðræðisleikir – hefti ::

5. Að fjölga fullorðnum sjálfboðaliðum – ferli mönnunar – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

6. Fjölgun fullorðinna – að nálgast mismunandi hópa – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

7. Hvatakerfið og merkin í skátunum – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér:: – ath. þessar glærur eru drög –  myndir munu breytast eitthvað

8. Markmiðakerfið og notkun leiðarbóka skáta – sækja kynning PDF hér:: og PP hér::

9. Táknræn umgjörð, ævintýrið og notkun jákvæðra fyrirmynda – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

10. Gildagrunnur skátastarfs – skátalög og skátaheit – sækja kynningu PDF hér:: og PP hér::

 

Að auki eru til í Skátamiðstöðinni handbækur sveitarforingja , leiðarbækur skáta , bæklingar um Kjarna skátastarfs og Skátaaðferðina og Gilwell – leiðtogaþjálfun, Fullorðna í skátastarfiSkátaaðferdin–plakat A1 og fleira stoðefni um málefni sem nýtast beint inn í starfið.

Hafið samband við Skátamiðstöðinna varðandi ofangreint fræðsluefni eða ef félag ykkar óskar eftir námskeiði í einu eða fleirum þáttum.

 Plagat A1 af Skátaaðferðinni má ná í hér:: 

Annað útgefið efni (bæklinga o.fl.) má ná í hér:: 

Fræðslukvöldum Skátamiðstöðvarinnar er einnig ætlað að styðja við skátastarfið og bjóða námskeið eftir óskum skátafélaga og mæta þörfum sem upp koma.

Hafið samband við Skátamiðstöð varðandi sérstakar óskir um námskeið á  fræðslukvöldi fyrir lok starfsárs, en fræðslukvöld eru skipulögð einn vetur fram í tímann.

Fræðslukvöld eru haldin í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, Reykjavík

:: Hér má finna heildaryfirlit yfir efni fræðslukvölda haustið 2015

 

leidtogavitamin_logo_an skata

Leiðtoga/foringjanámskeið fyrir skáta á skátaaldri

Skátamiðstöðin býður upp á helgarnámskeið fyrir dróttskáta og rekkaskáta í anda gömlu foringjanámskeiðanna. Skemmtilegt og krefjandi leiðtogaþjálfunar- og útilífsnámskeið sem hefur það að meginmarkmiði að þátttakendur læri að vinna eftir starfsgrunni skátastarfs, bæði sem skátar og sem möguleg foringjaefni.

 Námskrá og námskeiðlýsing Leiðtogavítamíns