Kostnaður við Gilwell-Leiðtogaþjálfun

Með endurskipulagningu og sameiginlegu átaki hefur tekist að lækka þátttökukostnað Gilwell-námskeiðanna

  Fyrri hluti

·            Fyrri hluti Gilwell-leiðtogaþjálfunar (tvö skref) kostar hvern þátttakanda til samans aðeins kr. 15.000.-

·         Fyrri hlutinn er tvö dagsnámskeið: „Skátaaðferðin – starfsgrunnur skáta“ og „Markmið og leiðir í skátastarfi“ (1. og 2. skref)

·         Námsgögn (utan handbókar sveitarforingja), fæði og Gilwell-hnúturinn innifalin í námskeiðsgjaldi.

Seinni hluti

·         Seinni hlutinn (þrjú skref) kostar hvern þátttakanda til samans  aðeins kr. 40.000.-

Síðari hlutinn samanstendur af vettvangsnámi, einu dagslöngu námskeiði um verkefni í skátastarfi, áætlanagerð, skipulagningu skátastarfs eða viðburðastjórnun og einu helgarnámskeiði um leiðtogafræði þar sem þátttakendur fá m.a. tækifæri til sjálfsmats sem gagnast við leiðtogastörf bæði í skátastarfi og á öðrum sviðum lífsins.

·         Námsgögn (utan handbókar sveitarforingja), fæði og Gilwell-perlur og klútur eru innifalin í námskeiðsgjaldi.

·         Þátttakendum gefst kostur á að fá raunfærnimat á dagsnámskeiðin og geta þannig lækkað þátttökukostnaðinn um 3500 – 8500 krónur ef þeir fá annað hvort skrefið metið.

 

Sumar-Gilwell

Síðla sumars er haldið helgarnámskeið með ævintýra- og útivistarbrag er nefnist Sumar-Gilwell.

Námskeiðið er haldið á Úlfljótsvatni þar sem sofið er í tjaldbúð og matur eldaður utandyra. Mikið er um hópefli og útivist í bland við að fyrri hluti Gilwell-vegferðarinnar er kennd, þ.e. 1. og 2 skref ásamt upphafsfundi 3. skrefs. Helgin byrjar rétt eftir hádegi á föstudegi og lýkur fyrir kvöldmat á sunnudegi. Verð fyrir Sumar-Gilwell með fæði, gistingu og efniskostnaðir auk hefðbundins námskeiðskostnaðar er  aðeins kr. 25.000.-

 

Styrkur frá BÍS

Gilwell-leiðtogaþjálfunin kostar í raun kr. 147.598.- vegna hvers þátttakanda, en BÍS getur vegna sameiginlegs átaks leiðbeinenda Gilwell-teymisins og stuðningsaðila veitt hverjum þátttakanda styrk sem nemur þessum mismun.

Aðrir styrkir

Gera má ráð fyrir að flestir þátttakendur hafi aðgang að styrkjum frá starfsmennta- eða tómstundasjóðum verkalýðsfélaga sinna, námssjóðum Æskulýðssjóðs eða leiðtogastyrkjum sveitarfélaga til að greiða að fullu amk. 40.000 króna útgjöldin vegna seinni hluta Gilwell-leiðtogaþjálfunarinnar. Margir hafa jafnframt aðgengi að styrkjum vegna kostnaðar við fyrri hlutann (kr. 15.000.-) og  ferðakostnaðar, m.a. frá eigin skátafélagi.

Námsgögn

Í námskeiðsgjaldi verða þegar fram í sækir, auk annars innifalin eftirfarandi rit:

·         Leiðarbók Gilwell-leiðtogaþjálfunar
·         Kjarni skátastarfs
·         Gott verklag í skátastarfi (leiðbeiningar um verklagsreglur skátastarfs)
·         Ávallt viðbúin  (viðbragðsáætlun leiðtoga í skátastarfi)

Handbók sveitarforingja verður kennslubók sem nemendur eiga að leggja til sjálfir.

Allt dagskrárefni, fæðis- og gistikostnaður er innifalinn í þátttökugjaldi.

Athugið: Gilwell-námskeiðunum hefur verið fækkað úr sjö í fimm. Þeir sem vilja útskrifast sem Gilwell-skátar þurfa að auki að taka námskeiðin Skyndihjálp og Verndum þau (áður skref 2).

form_ljosblar_326x180_gilwell